Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 26
24
MÚLAÞING
sexmenntu. — Þú færð ekki að birta braginn, nema þá vís-
una um mig; hún er svona:
Fínn var þar á frakkanum
fylltur ofsakæti,
minnstur Þór á makkanum
rneina eg að ,sæti.
— Þetta var veturinn 1905—06, og Jón var þá gestkomandi
á Eiðum. Hann var sem .nemandi flugnæmur, en ekki skiln-
ingsgóður að sama skapi, hversdagsgæfur og hæglátur í
framkomu, fyndinn, en klæmskur í kveðlingum sínum, þeim
sem kunnastir urðu. Hann átti að vísu til fínni tóna, en þeir
voru ekki jafnfleygir.
— Einu sinni orti hann bollabrag svonefndan. Tilefnið var
það, að einhver strákanna hafði foorað gat á bolla af rællni.
Jón or'ti klámbrag um það, lét vinnukonur rannsaka málið
með því að bera hjá þeim við gatið, og auðvitað fannst
sö'kudólgurinn með þeirri mátun og var nafngreindur í >
bragnum.
—.—o-----
— Faðir minn fór frá Eiðum 1906. Ástæðan var sú að þá
tók gildi ný reglugjörð sem hann var óánægður með, fannst
hún foinda um of hendur skólastjóra og sníða skólanum að
ýmsu leyti of þröngan ,stakk. Og ekki munu sýslunefndir hafa
léð máls á að bæta um húsakynni. Þá keypti hann Breiðavað
og byggði þar íbúðarhús sem enn stendur.
----o----
Við vorum upphaflega að skrafa um elzta skólahúsið á
Eiðum, „Jónatanshúsið". Það breyttist á löngum ferli. Báru-
járn var sett á þakið, bárujárn á veggi, kvisturinn að aust-
anverðu stækkaður og byggður með risi. Skúrinn norðan við
var rifinn, og húsið lengt 1928. Innviðum og herbergjaskipun
var breytt nokkuð, veggir panilklæddir víðast, en sumt vegg-
fóðrað og pappalagt, m. a. loft niðri. Kjall-ari var grafinn
undir nokkurn hluta þess fyrir miðstöðvarketil og lögð mið-
stöð í húsið. Símstöðvarherbergi var komið fyrir þar sem
áður var stássstofan.