Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 47
MÚLAÞING
45
beint og óbeint, í þágu vestur-íslenzkra þjóðræknis- og menn-
ingarmála ‘almennt.
Hallur var maður prýðisvel gefinn. Hann var kunnur lönd-
um sínum vestan hafs af greinum sínum í vestur-íslenzku
vikublöðunum, sem bæði bera fagurt vitni eldheitum þjóð-
ræknisáhuga ihans og eru alltaf hinar læsilegustu, því að
hann var ritfær vel.
En samhliða því, að hann var góðkunnur löndum sínum
fyrir þjc.ðræknisstarfsemi sína og blaðagreinar, var hann einn-
ig ve! þekktur þeirra á meðal fyrir skáldskap sinn. En eins og
Heigi Valtýsson segir frá í framannefndri æviminningu sinni
um Hall, fcr hann mjög snemma að yrkj-a. Seinna á ævinni,
eins og Helgi minnist einnig á, kváðust þeir fermingarbræð-
urnir og smalamennskufélagarnir einnig á yfir hafið. Af þeim
kveðskap þeirra má sérstaklega nefna hið f-agra kvæði
,,Öræfakyrrð“, sem Helgi sendi Halli æskuvini sínum áttræð-
um, og hinn síðarnefndi svaraði einnig með vel kveðnu ljóði
og skörulegu. (Sjá Lögberg 21. febr. 1957). Kvæði Helga er
einnig prentað í ljóðabók hans Á hverfanda hveli (1962).
Eftir Hall kom út eitt kvæðasafn, T.ykkiuföll (prentað í
Wynyard, Saskatchewan, Kanada, 1923). Er þar margt gam-
an.kvæða hans, sem vinsæl urðu á sínum tíma, enda eru þau
bæði lipurlega ort og hitta oft vel í mark, en staðbundin, eins
og ósjaldan vill verða um slíkan kveðskap, og tala því beinast
til þeirra, sem kunnugir voru tilefni kvæðanna. Markvissrar
ádei’u almennara eðlis gætir einnig í sumum þessum kvæðum.
Víða er þar sinnig slegið á alvörustreng með ýmsum hætti.
Öndvegi skipar í bókinni eftirfarandi ástarjátning til íslands:
Ég flýði ekki’ af ótryggð við ættland né þjóð,
því enn er þar hugljúfust myndin.
Við stóðum svo margir í glcandi g'óð
og grétum bar síðasta tindinn,
er Island við sjcnhi ing var sokkið í kaf
með sclblik um jökul, í rjúkandi haf.
Heimþráin fi.nnur sér framrás í löngu kvæði ,,Fjallaþrá“.