Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 31
MÚLAÞING
29
ið glögga hugmynd um baráttu leikmanna við ofurefli hinnar
'kaiþólsku kirkju, og hvernig henni tókst smám saman að ná
forráðum stöðugt fleiri kirkjustaða, sem verið höfðu í haldi og
umsjá bænda allt frá upphafi íslandsbyggðar.
-----o----
Hólma í Reyðarfirði er hvergi getið í fornritum, og eru þeir
því að líkindum ekki 1-andnámsjörð. Engu að síður virðist þar
hafa verið sett kirkja með aðsetiá prests á staðnum (alkirkja)
'sigi aHlöngu eftir kristnitöku (á 11. eða 12. öld) og er það
reyndar ékki óeðlilegt, þar sem jörðin er tiltölulega vel í sveit
Bett og auk þess hlunnindaiörð aUgóð. Gat því margt hafa
stuðlað að því, að byggð var kirkja á sfaðnum.
Elzta heimild um Hólma og Hólmakirkju mun vera kirkna-
tal Páls ibiskups Jcnssonar frá því um 1200, en ha.nn lét gena
skrá um allar þær kirkjur í Skálholtsstifti, sem presta þurfti
að fá til (Bisks. I, 136). Er kirkja á Hólmum talin ein þeirra.
Skrá. þessi byggir á fornu fjarðatali (DI. III. 13—17) og
vegna ókunnugleika höfund-irins kann það að hafa valdið þeim
ruglingi, sem kemur fram um landfræðilega legu staðarins, en
þar segir: ,,Þá er Eskifjörður, er gengur norður af Reyðar-
firði. Kirkja á Hólmum [í Reyðarfirði]“ (DI. XII, 5). Þessi
ruglingur verður þó skiljanlegri, ef haft er í huga, að allir
bæir innst innan úr Reyðarfjarðarbotni allt að Gerpi tilheyrðu
kirkjunni á Hólmum og þá að sjálfsögðu einnig Eskifjörður.
Af skrá þessari má sjá, að þegar um 1200 hefur verið orðin
prestsskyld á Hólmum, en hins vegar mun elzti máldagi kirkj-
unnar þar vera frá árinu 1367, varðveittur í svonefndri Hítar-
dalsbók. Þar segir: „Maríukirkja að Hólmum á fjórðung í
heimakandi, fjórðu.ng í Krossaness reka hvað sem á ber“ (DI
III, 233). Þá þegar hefur Hólmakirkja eignazt V\ eignarhlut í
heimalandinu ásamt rekafjöru, en ekki verður sagt um, hversu
gömul þau ítök hafa verið. Máldagi þessi er að öðru leyti
mjög ófullkominn, þar sem hann getur ekkert um aðrar eignir
kirkiunnar, t. d. kirkjubúnað eða bókaeign.
Næsta heimild er máldagi Vilkins Skálholtsbiskups í svo-
nefndri Vilkinsbók, sem sett hefur verið við árið 1397. Er það