Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 53
MÚLAÞING
51
Hallur Engilbert. Foreldrar mínir voru Magnús Sölvason, ætt-
aður úr Skagafirði, og Ragnhildur Grimsdóttir, ættuð úr
Húnavatnssýslu.
Eftir því sem mér hefur verið sagt af fólki, sem ég hef hitt,
síðan ég náði lögaldri, og þykist vita um ætt mína og uppruna,
þá er éig einn af þeim mörgu, sem óskilgetinn er fæddur í
þennan heim og 'þessu til skýringar vil ég segja eftirfairandi
sögu, sem gömul kona úr Skagafirði sagði mér fyrir nokkrum
árum. Hún sagðist hafa þekkt foreldra mína vel, sérstaklega
móður mína. Henni fórust þannig orð:
— Það var siður á íslandi í þá daga, að lýst væri til hjóna-
bands þrjá sunnudago. í röð — með þeim persónum, sem ætl-
uðu að giftast — af presti í kirkju þeirrar só'knar, sém brúð-
hjónaefnin tilheyrðu. Þetta var gjört til þess, ef einhverjir
meinbugir kynnu að finnast. af hinu opinbera valdi í f-ari við-
komandi persóna. Eitt var það, að þau hjónaefnin máttu aldrei
hafa verið á sveit eða þegið styrk af opinberu fé, aldrei framið
neitt, sem talin væru brot á hegningarlögum landsins, og svo
urðu þau að eiga 400 kr. í fasteign eða peningum.
Gamla konan heldur áfram og segir:
— Það var búið að lýsa t.il hjónabands með foreldrum þín-
um þrisvar í Skarðskirkju í Hegranesi. Mcðir þín var vanfær
af þér og íangt' gengin með. Þegar foreldrar þínir komu til
kirkjunnar, þar sem giftingin átti að fa.ra fram, þá var hrepps-
nefndin og oddviti hennar kominn á staðinn og fyrirbauð
presti að gifta þessar persónur, sö'kum þess að þau ættu ekki
hina ákveðnu fjárupphæð og væru líkleg tili að hlaða ómegð
á hreppinn.
— Ja, þvílíkt og annað eins, sagði gamla konan.
— Móðir þín var ekki komin af baki hestinum, sem reiddi
hana til kirkjunnar, þegar henni voru sögð tíðindin, en þá féll
hún í öngvit og var flutt til Sauðárkróks með hjálp góðra
manna, og skömmu siðar fæddist. þú í húsi Halls Ásgrímsson-
ar og frú Engilráðar.
Þótt ég bæri nafn þeirra hjóna og væri skírður í þeirra
húsi, tóku þau mig ekki til fósturs. Þau H-allur og Engibáð