Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 33
MÚLAÞING
31
Austurlandi, og má því ætla, að hann hafi verið einhvers kon-
•ar umboðsmaður biskups í fjórðungnum og hafi m. a. átt að
sjá um innheimtu biskupstíundarinnar. Svo mikið er víst, að
hann hefur haldið mjög samviz'kusamlega til haga öllum skil-
ríkjum, er vörðuðu gjafir til kirkjunnar á Hólmum. Með opnu
bréfi dagsettu á Kolfreyjustað 31. maí 1520 lýsti h-ann því yf-
ir, að þrír aðiljar hefðu gefið kirkjunni á Hólmum af eignar-
'hlu't'um þeirra í jörðunni, er samtals námu 25 hdr. í Ifyrsta
lagi, að Valgerðui- Ölafsdóttir (kona Guðmundar Magnússon-
ar) hefði gefið fimm hundruð „kirkjunni þar heima og ungfrú
Maríu til ævinl-sgrar eignar eptir sinn dag“. 1 öðru lagi hefði
hann verið viðstaddur, er Öla-fur nokkur Guðmundsson gerði
„sitt testamentum heill að viti og allri skynsemd en -sjúkur í
líkama" og heyrt hann lýsa því fyrir sér, að Hólmakirkja
skyldi eiga ,,tíu hundruð upp í fyrrgreinda jörð Hólma í sinn
reikningskap, en ef hann ætti eigi svo mikið að gjalda .. . þá
gæfi hann það heilagri kirkju s-sm meira væri“. I þriðja lagi
voru það -svo þau tíu hundruð í heimalandinu, sem Guðmund-
ur Magnússon hafði gefið kirkjunni, -og áður er getið (DI.
VIII, 724—725).
Öl.l virðast þau þrjú þá hafa verið önduð, er Jón Indriðason
kunngerði bréf þetla, sum e. t. v. fyrir alllöngu. Á þeim tíma
hefði því kirkjan átt að vera búin að fá fullan yfirráðarétt
yfir þeim 25 hdr., sem bætzt höfðu við -eignarhlut hennar í
jörðunni, og enda þótt ekki sé kunnugt um heildarmat he-nnar
á þessum tíma, verður samt að ætla, að allverulega hafi verið
farið að saxast á eignarhlut leikmanna (kaupshlutann) í
henni. Ekki verður sagt um með vissu, hversu lengi kirkjan
hafði talið þessi 25 hdr. sína eign, áður en Jón prestur birti
opinberlega bréf sitt, en kunnugt er þó, að á næstu áratugun-
um á undan bjuggu á Hólmum tveir bændur, sem hétu Mar-
t-einn Ólafsson og ísleifur, en um föðurnafn hans -er ekki
kunnugt. Nú er eðlilegast að álykta, að Marteinn hafi verið
sonur fyrrnefnds Ölafs Guðmundssonar og hafi erft eignar-
hlut hans í jcrðunni. Einnig kann að vera, að ha.nn hafi aldrei
viljað viðurkenna skuld Ólafs föður síns og gjöf hans til