Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 172
170
MÚLAÞÍNG
Börn Jóns voru: Elín, Sigurður, Einar og Jón. Þau hjónin
voru systrabörn, Katrín móðir Elísabetar var Einarsdóttir frá
Kroissgerði.
Elín Jónsdóttir giftist Sveini Árnasyni trésmið 'í Von við
Djúpavog. H-ann var fiá Hofi í Öræfum. Börn þeirra: Jóhann,
Elísabet og Þóra.
Sigurður Jónsson lærði trésmíði. Svo verð ég að lát*a staðar
numið því um þessa fjölskyldu veit ég ekki meira. Þá er næst
Þorvarður Jónsslon frá Núpshjáleigu.
Hann var bóndi á Streiti í Breiðdal. Fyrsta kona hans var
Þórdís Torfadóttir frá Brekkuborg. Börn þeirra dóu flest eða
fóru til Amerúku. Önnur kona hans var Margrét systir Þór-
dísar. Börn þeirra voru Þórdís og Magnús.
Þórdís Þorvarðardóttir giftist Einari Þórarinssyni bónda á
Streiti og síðar á Núpi. Þau voru systkinabörn, Lisibet móðir
Einars og Þorvarður voru systkini. Böm þeirra lifðu eigi nema
einn sonur, Þorvarður, sem nú er búsettur á Breiðdalsvík ó-
giftur og barnlaus.
Magnús Þorvarðarson fór til Ameríku, kom aftur um 1890
og varð bóndi á Streiti. Kona hans var Júlíana Símonardóttir,
sunnienzk. Börn þeirra voru:
Margrét, drukknaði í mógröf um tvítugt, Halldóra, dó ógift
og barnlaus, Þóra, Rannveig, Guðný, Sveinbjörg, Þórdís, Ein-
ar Már, dó ungur, Guðný Bima.
Þriðja kona Þoivarðar á Streiti var Kristborg Sigurðardót.t-
ir frá Streitisstekk. Faðir hennar var Sigurður Torfason frá
Brekkuborg, en móðir Sigríður Stefánsdóttir frá Stefánsstöð-
um. Kristborg var því bróðurdóttir fyrri eiginkvenna Þor-
varðar. Foreldrar hennar brunnu inni er bær þeirra brann.
Öll bömin sem voru mörg, líklega :níu, björguðust út, for-
eldrarnir sneru aftur inn í brennandi bæinn til að bjarga
kúnni sinni en köfnuðu í reyknum. Streitisstekkur er nókkurn
spöl fyrir ulan bæinn á Streiti niðri við sjó. Þar hefur ekki
verið búið síðan. Börnin dreifðust um, en Kristborg fór ekki
langt frá hinu hrunda æskuheimili sínu. Hún fór að Streiti og
varð þriðja kona Þorvarðar. Hún var 36 árum yngri en bóndi