Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 138
136
MÚL AÞING
staður austasti ,bær í Fljótshverfi, á bóndinn þar hinn svo-
nefnda Núpsstaðaskóg, og villuféð's s!em þar gengur, skógar-
fjall þetta er langt frá byggð uppí jökii. Sýndi bóndi mér horn
af nokkrum villuhrútum (hann veiðir einungis hrúta til að
fækka ekki stofninum) voru þau nokkru þroskameiri en horn
af okkar hrútum. Hér sá ég bezt hlaðinn túngarð, hafði bóndi
fengið verðlaun fyrir hann. Um kveldið *að Maríubakka.
Þann 14. frá Maríubaíkka yfir Hverfisfljót að miklu eld-
hrauni er liggur út með Hverfinu að vestan, það hraun rann
úr Skaftárjökli eldárið 1783, verður að gjöra á sig mikinn krók
suður fyrir það, svo upp með því aftur að vestan og kemlur
þá á Síðuna, þar er afbragðsfa'llegt, sérílagi um Hörgsdal og
Hörgsland, og þar heilt -austur undir hraunið, batjaröðin og
rennislétt túnin liggja frammeð standbergi, sem ekki sést að
isteinn hafi fallið úr, en sléttlendi fyrir neðan fram til sjóar.
Að Kirkjubæjarklaustri um kveldið þar sem Jón Guðmunds-
sonls bjó en nú Árni sýslumaður0. Þ*ann 15. frá Klaustri yfir
Landbrotið, sem er gamalt eldhraun nú grasi vaxið og byggt.
Liggur eftir því Eldvatnið eða Fljótið" illt yfirferðar sökum
hrauns í botninum. Fyrir vestan það er Meðallandið sem -er
geysimikið slétt flc*a- og mýrliendi, svo að hinu mikla Kúðja-
fljóti, það er fjarska vatnsmikið og straumþungt, og í því
nóg sandbleyta. Fyrir vestan það er Álftaverið og gistum við
í Þykkjabæjarklausturshjáleigu", en 'héðan vil ég losast sem
fyrst ef næturgreiðinn á *að verða jafndýr og næst, en ég skal
nú gá betur *að peningum mínum. Þann 16. á Mýrdalssand,
það er rennsléttur eyðisandur, ekkert vat.n er á honum nema
þegar gjósa yfir hann flóð úr Mýrdalsjökli (KÖtlu), eitt því-
líkt flóð var það sem drap Þórarin sýslumann"3 Öf jörð og fylgd-
armenn hans, datt mér því í hug þegar ég reið hann, það sem
Bjarni kveður: „Forðastu að ríða þann feigðar um sand" o.
s. frv. Vestar en á miðjum sandinum er Hjörleifshöfði, er
hamn bæði hár og mikill um sig., Allur er sandurinn settur
með malnnhæðarháum tréstikum, því annars væri óratandi yf-
ir hann, ef nokikuð væri að veðri. Af sandinum kemur fyrst að
Höfðabrekku í Mýrdal, þar var Jóka14 og þar hafa síðan oft-