Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 78
76
MÚLAÞING
og áður segir, var Runólfur faðir Marteins föður Bjarna.
Sjálfsagt er það rétt að Sturla faðir Runólfs hafi verið sonur
Geirs á Seylu Þorsteinssonar frá Auðbrekku. Geir á Seylu
var meðal 8 bænda, sem Magnús konungur Eiríksson stefndi
utan vegna mótþróa þeirra við Orm Ásláksson Hólabiskup
(fbr.II.bls.857).
Ættin í beinan karllegg ætti þá að vera sem hér segir:
Guðmundur dýri, d. 1212 — Þorvaldur auðgi, fulltíða 1199 —
Geir auðgi, á lífi 1288 — Þorsteinn í Auðbrekku, d. 1320 —
Geir á Seylu, getið við bréf 1340—1350 —- Sturla, f. um 1340
— Runólfur, f. 1360—1370, er á lífi 1442 — Marteinn, f. um
1400 — Bjarni á Ketilsstöðum, d. 1488.
Það mætti geta þess til að kona Geirs á Seylu, en móðir
Sturlu, hafi verið af ætt Sturlunga og þykir mér það liklegt.
Eins og hér hefur verið bent á að ættfeður Bjarna hafi veriö
kynjaðir, hendist á munum um ættgöfgi þeirra hjónanna,
Ragnhildar Þorvarðardóttur og Bjarna Marteinssonar, og
áður er hér bent á að Bjarni hafi verið allvel efnaður, þegar
hann fékk Ragnhildar. Hjúskapur þeirra hefur þá einnig fall-
ið inn í hefð þá sem talin var sjálfsögð á þeim tímum um ætt
og óðul. . . ,
Skal nú svipazt um eftir þeim afkomendum Sighvats, sem
hugsanlegt væri að Sturla Geirsson væri kominn af og væru
þá forfeður Hákarla-Bjarna.
Þórður kakali Sighvatsson átti nokkur börn með ýmsum
konum, þar á meðal Jón kárin og Þórð, sem beggja er getið í
má'.daga Grundarkirkju í Eyjafirði 1318 þannig: „2 hundruð
er Jón bóndi gaf eftir Þórð bróður sinn“. Enn átti Þórður
kakali dóttur með Kolfinnu systur Eyjólfs Þorsteinssonar,
sem Halldóra hét, og með Yngveldi Úlfsdóttur átti hann Úlf
og Þórð þann er áður getur. Með Nereiði Styrmisdóttur átti
Þórður kakali son, sem Styrmir hét. Jón kárin var elztur f.
um 1245 eftir því sem bezt verður séð og hefur verið um sjö-
tugt 1318, hafi hann þá verið á lífi, en Þórður bróðir hans
hefur dáið á undan honum. Það er ekki getið um móður Jóns