Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 186
184
MÚLAÞTNG
langa mæðu. Nú tók við dálítill kafli sem var alveg sléttur og
jþiar gekk aitlt sæmilega. En þegar fór að aukast Ibrattinn
framan í Grænafellinu — þá fór allt á söm.u leið og fyrr. Og
sömu úrræðin notuð -— ýtt — og baiið. Svona þræluðumst við
áfram og upp, og eftir óratíma vorum við ikomnir upp á Hrygg-
sel, sem eru balarnir 'þarna framan í Pellinu neðan við Skrið-
umar. Þar var stanzað smástund, og hestarnir teknir frá, en
ekki vat* það nema aðeins smátöf. Síðan var sett fyrir aftur,
og þetta gekk svona, með ósköpum, upp allan dal, þangað til
við vorum komnir upp á móts við kofa. Þegar við erum komn-
ir þang-að, þá var eiginlega kominn morgunn. Við vorum bún-
ir að vera alla nóttina að þaufa upp á móts við kofa. Enn
var haldið áfram, út dalinn.
— iKofinn stendur eins og kunnugt er þar sem hæst er á
dalnum, og þar er komið upp úr því erfiðasta. Hestarnir voru
nú orðnir hungraðir og þreyttir, og mennimir líka, allir dauð-
hungraðjr. Það var haft lítið með sér af mat, þetta átti að
ganga svo fljótt. Annars v*ar ekki vanalegt á Ketilsstöðum að
menn vantaði mat, þar var ekki sparaður matur við fólk, en
við ætluðum bara að vera svo fljótir.
Þurftuð þið ekki að selflytja?
—• Nei, það var ekki gert — bara ýtt og barið. — Nú gekk
allt slysalaust út dalinn, með hægð þó. En þegar kom út hjá
Hnútu, skammt utan við Köldukvísl, versnaði enn um allan
he’ming því þar var vegurinn svo nýr og nýlega borið ofan í
að þar kafaði í öllu saman, og vagnainir, sérstaklega fjór-
hjóluðu vagnarnir, vildu lenda út í kantana, og þá varð að
fara að tak*a af, meira eða minna, og komast aftur inn á veg-
inn. Svona gekk út allan Háls, en ofan ikomumst við þó, ofan
að Hálslæk. Þá var ráðizt í að skilja eftir, eitt'hvað verulegt,
mest af vögnunum, þeim fjórhjóluðu. Og enn var haldið
áfram.
Lengra en þangað þarna náði ekki fullgerður vegur, en
einhver nefna þó komin lengra. Eg held það hafi ekki verið
búið að bera ofan í hann til fulls. En áfram sigum við og inn
Vellina, og það var ekkert skilið eftir nema þama.