Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 32
30
MÚLAÞING
jafnframt elzta vaiðveitt heimild, sem getur um allar eignir
Hólmakirkju að ætla má, Af máldaganum má sjá, að hún hef-
ur verið í röð auðugri bændakirkna á þeim tíma, t. d. er bóka-
eign hennar allgóð. Sama er að segja um kirkjugripi og aðra
lausafjánmuni (orna et instrumentum), m. a. er hún talin
eiga einn bát kúgildan. Hvað jarða- og rekaítök snertir, þá er
'kirkjan talin eiga fjórðung í heimalandi -og fjcrðung í Krossa-
nes reka eins og í Hítardalsbók, en svo virðist sem þá nýlega
hafi bætzt við rekaítök hennar, því að máldaginn segir: „Hún
á nú og hálfan viðreka í Dalarekum millum Dalaár og Græna-
nesvoga og II hluti í samrekanum er liggur milli Vattarnessl
og Kolmúla hvað sem á ber“. Um tekjustofna kirkjunnar seg-
ir: „þangað liggja tíundir frá Eyri og til Gerpis. Item gefist
til II kýr, portio Ecclesiæ um XVI ár, XIIC meðan síra Oddur
bjó“. Fram kemur og að kirkjan hafi failið niður bg vericj
endurbyggð fyrir kirkjutíundina (,,portione“) í preststíð fyrr-
nefnds Odds. I máldaganum er einnig kveðið svo á, að á staðn-
um skuli vera heimilisprestur, og kemur það heim við kirkna-
tal Pális biskups (DI. IV, 226—227).
1 lok 14. aldar virðist því eignarhlutur kirkjunnar í jörð-
unni hafa staðið cbreyttur (í út hluta), en á því varð veruleg
breyting, er kom ifram á 15. og 16. öld. Um miðja 15. öld bjó
á Hólmum maður að nafni Guðmundur Magnússon, en kona
hans hét Va’gerður ólafsdóttir. Þegar Sveinn Pétursson Skál-
'holtsbiskup vísiteraði Hólma árið 1486, gaf Guðmundur kirkj-
unni þar tíu málnytukúgildi (DI. V, 531) og nokkrum árum
síðar fékk hann henni tíu hundruð í jörðunni sjálfri. Mun það
hafa átt sér stað um daga Magnúsar Eyjólfssonar biskups
(1478—1490) og hann gert máldaga þar um, en sá máldagi
er nú ekki lengur varðveittur (DI. VIII, 725). Á næstu ára-
tugum bættust kirkjunni á Hólmum enn stórir eignarhlutir í
jörðunni, svo sem nú skal greint frá.
Um aldamótin 1500 var prestur einhvers staðar á sunnan-
verðum Austfjörðum (e. t. v. á Hólmum), er nefndist Jón
Indriðason. K-emur hann við sögu í sambandi við kaup- og
gjafabréf og aðra gerninga viðkomandi ýmsum kirkjum á