Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 136
134
MCLAÞING
firði7, heyrðist mér tannagnístur og hungurvein undir hverj-
um steini í Bragðavallalandi, þegar ég reið þar um. Þar bjó
(eins og þú veizt) sá mesti horkóngur og versti sauðbítur sem
til hefur verið á Austurlandi, ég meina ekki þjófur heldur >
sauðakv'alari’. 6. ... Komum hvergi að bæ fyrren í kvöldið
eftir. Þ. 7. að Byggðarholti í Lóni, þar gistum við að Jóni
hreppstjóra". Þegar hér kom þókti mér land ófríðka; gras-
laus fjöll frá rótum að toppi, á sléttlendinu mest aurar og
þess á milli holt og mýrar, en ég fór utarlega yfir, fallegra
kvað vera inn undir fjöllium. Þann 8. útá Papós sem er vest-
an undir Vesturhorni, þafian um kvöldið yfir Aimannaskarð
og að Þinganesi í Hornafirði. Þar eru fjöll áð austan ljót og
graslauu, en að sjá vestur liggja miklir dalir uppí fjöll fýrir
ofan Mýrasveitina og sýndist mér í heiðríku veðri sem þoka
lægi meir en uppí miðjar hlíðar í dölum þessum, en svartar
fjallabrýrnar uppúr, en það sem sýndist þoka langt til að sjá
í dölunum er allt jökull. Þann 9. eina bæjarleið að Árnanesi ,
til Stefáns alþm.“. Þar er afbragðsfallegt og útsjón fjarska
mikil út yfir allan Hornafjörð, Suðursveit yfir allan Breiða-
merkursand og vestur í Öræfi. Þann 10. að Bjarnanesi, yfir
Hornafjarðarfljót, sem eru fullt eins breið yfirferðar eins og
úr Kallfjöru í Bakkafjöru'1, stundum undir sund og grunn á
milli og lygn, öll eru þau sett með tréstaurum svo menn rafi,
því ef út af brautinni ber liggur allt á kafi í sandbleytu. Svo
út Mýrar og yfir Kolgrímu — versta vatnsfáll og aðskilur
Mýrar og Suðursveit — til séra Sigbjarnar á Kálfafellsstað1'
um kveldið. Þetta var stífur áfangi liggur þó að mestu þvert
yfir Hornafjörðinn. Þann 11. frá Kálfafellsstað á Breiðamerk-
ursand. Ekki er ha.nn breiður frá jökli til sjávar — óslitinn
jökull á aðra hönd en beljandi Atlantshaf á hina. — X>egar
þriðjungur ©r af sandinum að austan kemur að Jökulsá og
er næsta úfrýnileg þar sem hún beljar fram úr jöklinum, enda
er ifæðingarstaðurinn sem hún kemur úr eftir því. Stiö.ng er
hún og ill yfirferðar. Þar sem Breiðamerkurjökull liggur nú
hefur í fornöld verið eitt hérað, það sér kringum þennan jök-
ul til allra fjallabrúna sem hafa umkringt héraðið, hefur það