Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 50
48
MÚLAÞING
dóm, drengskap og trúnað við göfugar hugsjónir og íslenzkar
menningarerfðir. Var hann því óspar á það að lofa 1 ljóði þá
menn 'í íslenzkri samferðarsveit sinni, er honum voru að skapi
of fyrrgreindum ástæðum. Ágætt dæmi þess er kvæði hans
„Mannvinurinn og skáldið dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson“
er hann sendi þeim ástsæla lækni og skáldi í tilefni af áttræð-
isafmæli hans 10. nóv. 1947, en þeir Hallur og Sigurður höfðu
kynnzt á fyrstu árum hins fyrrnefnda í Winnipeg og síðar
verið samtímis að Lundar. (Kvæðið, ssm er 11 erindi, er birt
á forsíðu Lögbergs 25. marz 1948).
Vel minnist Hallur einnig æskuvinar síns Sigurjóns Björns-
sonar í Blaine, Washington, áttræðs, í greininni „Mannfagnað-
ur meðal Islendinga í Seattle“ (Heimskringla 18. marz 1953).
En Sigurjón hafði alizt upp á Nesi í Loðmundarfirði, og fer
Hallur í grein sinni þessum orðum um kynni þeirra: „Þar
kynntist ég þessum ágæta dreng, því háðir vorum við á líkum
aldri, og smalar um líkt skeið, í þeirri fögru sveit“. Greininni
fylgdi eftirfarandi ljóðkveðja til æskuvinar hans, „Sigurjón
Björnsson 80 ára“:
Þú vannst sigursæld og prýði,
sumar og vetur alla daga,
þín mun einstæð ævisaga..
atorka.n og þróttur í striði.
Ætternið sér ekki leyndi,
alltaf fylgdi þér til ver'ka,
þú varst löngum stóra, sterka
stoðin, þegar á þig reyndi.
Þegar sól að sævi hallar,
signir jörð með töfra snilli,
þegar engill á þig kallar,
átt þú vísa Drottins hylli.
Hallur E. Magnússon var, í fáum orðum sagt, maður mjög
heilsteyptur í lund, íslendingur inn í hjartarætur, en jafn-
framt trúr og ágætur þegn fósturlanda sinna, Kanada og
Bandaríkjanna.