Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 30
28
MÚLAÞING
uðu tekjur bændakirknanna að sama sk-api, þar sem allar slík-
ar jarðeignir voru lengi vel undanþegnar tíundargreiðslu.
Hlaut það að 'hafa í för með sér versnandi afkomu kirkjubænd-
anna, og því eðlilegt að það bitnaði á viðhaldi kirknanna og
presta- og djáknahaldi við þær. Vafalaust hefur slæmur efna-
hagur bændakirknanna verið ástæðan fyrir því, að tekið var í
lög á lalþingi árið 1489, að goldnar skyldu allar tíundir af
þeim jörðum, sem fallið hefðu undir konung og biskup „héðan
af æfinlega frá XX vetrum“. Lá þung sekt við, ef út af ’var
brugðið og tíundinni haldið eftir (DI. VI, 662—663).
Ólafur Rögnvaldsson biskup á Hólum (1460—1495), ötull
baráttumaður kirkjuvaldsstefnunnar, gerði sér ljósa grein fyr-
ir erfiðleikum bændakirknanna, en vafalaust hefur hann um
leið séð sér leik á borði að notfæra sér þá í því skyni að ná
nokkrum hinum verst stæðu kirkjustöðum undir yfirráð kirkj-
unnar. I því skyni beitti hann óspart lagaaðgerðum, enda höfðu
biskupar rétt til þess að tilnefna menn í dóm í slíkum málum >
samkvæmt kristni rétti Árna biskups. Voru þess háttar dóm-
ar sjaldnast andstæðir hagsmunum kirkjunnar, og á þennan
hátt tókst kirkjunni smám saman að ná yfirráðum yfir æ
fleiri af þeim kirkjustöðum, er leikmenn höfðu haldið allt
frá fornu fari. Sálugjafir (og áheit), sem fólgnar voru í jörð-
um eða jarðahlutum voru og mjög tíðkaðar af almenningi, og
áttu, þœr sinn þátt í þessari þróun. Veldi kirkjunnar jókst
stöðugt á kostnað bænda og almennings í landinu. Þannig at-
vikaðist það, að þegar kom fram um siðaskipti var kirkjan
arðin langauðugasta og áhrifamesta stofnunin í landinu, eins
konar ríki í ríkinu, og vegna þess hvað leikmannavaldið var
þá orðið veikt og lítils megnandi, varð hún í raun og veru til
þess að greiðe. götu konu.ngsvaldsins að yfirráðum yfir land- i
inu og gæðutai þess.
Hér er þó ekki ætlunin að fara að rita sögu íslenzkrar
kirkju, þroskaferils hennar og hnignunar eða áhrifa á líf þjóð-
arinnar á öllum öldum. Ætlunin er einungis að reyna að sýna
fram á með litlu dæmi, hvernig þeir atburðir, sem hér hefur
verið drepið á, gerðust í raun og veru — dæmi, sem getur gef-