Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 205
MÚLAÞING
203
giftist að Hnefilsdal. Önnur dóttir h-ans giftist. í Vopnafjörð,
báðar fyrir 1600. Bjarni í Hnefilsdal, sem Ingibjörg Sigurðar-
dóttir átti, eflaust Einarsson Ásmundssonar, var fæddur um
1560. Það hefur Ingibjörg líka verið, og bendir þetta á aldur
Sigurðar. Árni í Möðrudal virðist hafa dáið 1547. Þá hefur
Sigurður farið til Brands príors á Klaustri Hrafnssonar og
lært til prosts. Ólafur prestur og skáld á Sauðanesi Guð-
mundsson hefur -verið sömu ættar og Ragnhildur í Möðrudal,
og Ragnhildur dct.tir hans, kanns'ke heitin eftir Ragnhildi í
Möðrudal, átti Sigurð í Hellisfirði. Hann hefur verið sonur
séra Sigurðar Árnasonar.
Hér má langan lopa spinna um merkilegt fólk, en hér læt
elg isnælduna vera fulla, og er skammt af að rekja ef þetta
reynist gervispuni.
Benedikt Gíslason frá Hofteígi.
„Hákarlar á landi“. — Það þótti löngum við brenna að ná-
grannakritur og jafnvel róstur væru með Húsavíkurbændum.
Sigfús Sigfússon segir margt frá deilum Hallgríms Ólafsson-
ar og bræðra hans. 1 Húsavík voru fjögur býli, og oft mann-
margt (1860 um 40 manns). Bjarni Árnason er um tíma bjó
í Húsavík, lík.lega fyrir aldamót, lýsir Húsvíkingum í þessari
vísu:
Húsvíkingar hákarlar á landi,
hákarlarnir víkingar í sjó,
herja, berjast, hver er annars fjandi,
hver á öðrum vinnur aldrei þó. i
Sagt, er að einihver Húsavíkurbóndi, líklega Hallgrímur Ól-
afcteon, ha.fi lag.t. það á í heiftarhug á banadægri að aldrei
skyldi grca um heilt með Húsvíkingum fyrr en lik hans y.rði
'koimið fyrj.r bakkann, en kirkjugarðurinn er á háum sjávar-
bakku sem íhrynur úr niður í fjöruna. Liggja þar oift manna-
bein og kistúbrot standa út. úr bakkanum. — Vísuna kunna
margir, en hér er hún höfð eftir Sigurjóni Björnssyni frá
Dallandi er fluttist til Ameríku. — Á. H.