Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 191
Ingimar Sveinsson skólasijóri:
Sitthvað um skólahald
á Djúpavogi
Skclaskylda og skipuleg fræðsla barna og unglinga eru hug-
tök, sem eru svo samofin daglegu lífi okkar þegna menning-
arþjúðfélagsins, að við leiðum sjaldan hugann að því, að
þessu hafi nokkru sinni verið öðruvísi háttað. Því fól-ki fer nú
óðum ifækkandi, sem man þá daga, er barnafræðsla var af
skornum skammti. Sá hugsu.narháttur var þc almennur fram
eftir siðustu öld, að bóhvitið yrði ekki látið í askana. Landið
var harðbýlt, vei'ktækni lítil, og aðeins með þrotlausu etriti
allra þeirra er vettlingi gátu valdið, var hægt að komast
sæmilega af. Þegar líður að lokum 19. aldar fer að rofa ofur-
lílið lil í þessu myrkri fáfræði cg þekkingarleysis, Framsýnir
dugnaðarmenn stofna skóla og halda uppi kennslu. Oftast var
það þeirra eigin áhugi og dugnaður, og löngun til að vinna
þjóð Rinni gagn, sem knúði þá til að ryðja brautina, en ekki
von um fjárhágslegan ávinning.
Flest íslenzk byggðarlög munu eiga sína skclasögu óskráða.
Sögu, sem er cðum að falla í gleymsku, en er þó merkilegur
þállur í íslenzku þjóðlífi, og vel þess virði, að haldið verði til
haga, Sú saga nær víða lengra aftur en til árisins 1997, Sem
er merkísár í íslanzkri skólasögu, en þá eru sett lög um al-
menna barnafræðslu. Menn og atburðir, sem við þessa skóla
eru tengdir, eru nú langt að baki og hverfa óðum út í iblá-
móðu fjarskans, nema því aðei.ns að við, sem eflir stöndum,
reisum þeim einhvern varða.
Mér hefur lengi leikið hugur á að safna nokkrum fróðleik
um sögu tarnafræðslu í því byggðarlagi, sem ég er kunnug-