Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 157
MÚL AÞING
155
barn með nágranna, yngri Jóni Ögmundssyni á Bárðarstöðum
og giftist honum svo. Hildur er iþá talin fyrir búinu, ungu
hjónin vinnuhjú, og íhelzt svo til 1858. Þá flyzt Hildur norður
í land, að Garðsvík á Svalbarðsströnd') með börn sín önnur
en Björn, sem nú tekur við búi á Úlfsstöðum, hegðun „dágóð“,
kunnátta „ágæta vel“. Kristín og Jón eru vinnuhjú þar ár-
langt með Ólaf son sinn, líka Bjöm litli, nú kallaður „sonur
húsbónda". Og Björn erfir fljótlega virðingarstöðu föður síns
í sveitinni, verður hreppstjóri og sýslunefndarmaður. Hann
var hraustmenni, ýmsum íþróttum búinn, og lærður smiður
var íhann.
Svo líður tíminn, og segir fátt af Birni og Loðmfirðingum
hans. Þó það, að á öndverðum búskaparferli hans er hjá hon-
ur árlangt Sigmundur Matthíasson Long. Sigmundur var góð-
ur fræðimaður eins ög kunnugt er, sílesandi og skrifandi öll-
um stundum. Hann hélt dagbók mestalla ævi. Sigmundur fylg-
ir dyggilega boði frelsarans í þessari dagbók og dæmir engan
mann, en leggur gott til allra. Þó má greina ihvað að honum
snýr. Framan af talar hann um Bjöm í hlutleysistón, en síð-
ar með ihlýju. Hann sýnir Björn sem duglegan búsýslumann
sem gengur í öll verk með fólki sínu og Hólmfríði líka; hún
rær á sjó, og á vetrum slær Björn vef: „Björn hér felldi vef
28 álna og sló sundur vefstólinn, hefur ofið alls í vetur 234
álnir“, skrifar hann 9. apríl 1862 og 25. sama mánaðar:
„Hjónin gáfu mér vesti úr ensku leðri, nærbuxur og sila“.
Hann segir Sigmundi þjóðsögur af séra Þorleifi Skaftasyni,
sem Sigmundur sendir síðan Jóni Árnasyni í þjóðsagnasafnið.
Eftir að Sigmundur flyzt upp á Hérað skrifast hann á við
Björn, selur honum bækur og kemur varla svo í Loðmundar-
fjörð að hann heimsæki hann ekki. Þá er tónninn í garð Björns
orðinn hlýr, segir ekki ,,B. hér“ eða „B. á Úlfsst.“, heldur
1) Arnór Sigurjónsson skrifai- margt um Hildi í Einars sögu
Ásmundssonar, kaflar, Á Austurland'i í f. b. og Komið við
kvifau í síðara bindinu. Auk þess kafla um Magnús „Hildar-
son“.