Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 108
106
MÚLAÞING
tók okkur oft heim á réttinni, og spiluðum við þá fyrir hann
á orgelið. (Skilaréttin er á Felli).
Jósep var 'karlmannlegur á velli og bar sig hermann,iega.
Ekki var hann smáfríður, en það sópaði að honum hvar sem
hann fór. Hann h*afði rautt skegg langt ofan á hringu og vel
hirt. Hann var vel meðalmaður á hæð, en vel þrekinn, eld-
snöggur í hreyfingum og vel að manni. Ekki var hann til-
takanlega sterkur, en fáa lang*aði til að eiga iF.deilur við hann.
Ekki rvildi h*ann eiga neitt við vel sterka menn, en var þó
nokkuð glíminn. Hann var mjög fljótur að hlaupa og hljóp
fallega. Hann þótti nokkuð b'endinn og var rosalegur þegar
hann reiddist.
Verzlunarstjórunum þótti hann ekki ánægjulegur viðskipta-
vinur, því að lítt vandaði hann vöru sína og heimtaði peninga
fyrir næstum allt innleggið. Allvel efnaður var bann þegar
hann fór héðan, en dó sem fátækur maður, eftir því sem mér
er isagt.
Jósep vakti eftirtekt á öllum mannamótum, enda gekk hann
þá oft iá ibláuim sjakket, sem hann kom með frá Am'eríku.
Hann átti lengst *af góðan reiðhest sem Sleipnir hét, en ekki
virtist hann fara vel með hann.
Ekki var Jósep neinn trúmaður og trúði ekki á annað líf
meðan hann var hér í Vopnafirði, en verið getur að hann h*afi
breytzt á síðari árum. Það verður ekki annað sagt en að
Jósep hafi verið mikill persónuleiki, en átti litlum vinsældum
að fagna hér í Vopnafirði".
——o------
Jósep mun hafa farið til Reykjavíkur frá Felli 1916. Hann
hefir nú viljað fara að eiga rólegri daga og hætta erfiðisvinnu,
.enda var hann að eðlisfari latur. Hann hugðist .nú stunda
ritstörf, fékkst eitthvað við þýðingar úr ensku og mun hafa
gefið út eina bók sem hlaut litlar vinsældir og seldist lítt. Sá
hann nú að þetta mundi lítil féþúfa verða og ódýrara yrði að
lif*a í sveit.
Árið 1919 flytja þau Stefanía og hann austur í Norðfjörð,
og þar kaupir Jósep jörðina Fannardal af Guðjóni Ármanni