Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 116
114
MÚLAÞING
ungur úr hvali-eka við Snotrunesmenn undir Vogsfjöllum,
sem meinast að vera innán landamerkja kirkjujarðarinnar
Hafnar.
Stigaás allur cg Giindarás allur, sömuleiðis tvö hundruð
faðma sandur. Þessi ítök þekkir enginn.
----o-----
III. liður, tekjur af útkirkjum:
I mörgum prestaköllum er ekki um neitt að ræða, sem fell-
ur undir þennan lið. Hér skal nefnt það helzta, er til greina
kom.
1. Hofteigur. . . fyrir hverja ferð til kirknanna, yfir þing-
mannaleið að faia til messugjörðar, fær prestur 20 álnir.
Prófastur melur þetta á 20 rd. yfir árið.
2. Valþjófsstaður: Hið svokallaða prestskaup af Skriðu-
klaustri 3 rd. 19 sk.
3. Eiðar: hálf leiga af 16 kúgildum, sem fylgja Eiðastól nú,
ge'zf með 160 pd. smjörs, virt til peninga 31 rd. 48 sk. 40
álna ískyld frá eiganda Eiðastóls til prests fyrir áður seld
4 kúgildi á 16'/s sk. alinin, gerir 6 rd. 32 sk.
4. Desjarmýri: Af Njarðvíkurkirkju, hálf leiga af 14 kúgild-
um, en dragast frá 20 pd. fyrir prestshald, þegar hann
messar. Hitt ihefir lengi verið goldið í tólg, 120 pd., sem
veiða eftir smjörverði 23 rd. 60 sk.
5. Klyppsstaður: Af Húsavíkurkii-kju hálf leiga af 6 kúgild-
um, 60 pd. smjörs á 11 rd. 78 sk.
6. Dvergasteinn: Af Fjarðarkirkju 120 pd. smjörs á 23 rd.
60 sk. Af niðurlögðu bænhúsi á Brimnesi, 2 rd.
7. Vallanes: Fyrir messugjörð á Ketilsstcðum haust og vor,
3 rd. 19 sk. (2 rd. courant).
8. Berufjörður: Af útkirkjunni á Berunesi, leigur af 6 kú-
gildum, 3 vættir fiska á 11 rd. 54 sk.
9. Hof í Álftafirði: Af Hálskirkju og hjáleigum, sem henni
fylgdu og af Papeyjarbænhúsi, samtals 74 rd. 18 sk.