Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 206
Áthugasemd
um stafsetningu
Vera imá, að það sé ekki í venkefnaskrá „Múlaþings“ að
fjalla um :það má!, sem hér fer á eftir, en ástæðan til *að ég
sendi ,,Múlaþingi“ þetta bréf er smáklausa í 1. hefti ritsins
eftir ritstjórann, Áimann Halldórsson. Klausan, sem er á bls.
61, fjallar um siafsetningu og greinamer'kjasetningu o. fl. og
er þess getið, að höfundur einnar greinar ritsins hafi sleppt
setu og sett kommur með öðium hætti en venja er. Síðan
segir: „Það er ágætt og líkast til hefði ég farið að ráði hans
og sleppt setuskömminni alveg, ef ég hefði ekki verið búinn
að yfirfara megnið af handritunum, þegar ég fékk tillögu hans
og mér liggur við að segja útbía þau í setu og kommum sam-
kvæmt skólareglum, víða þvert á náttúrlegan stíl..
Hér er bryddað á máli, sem borið hefur nokkuð á góma að
undanförnu, að setja nýjar reglur um stafsetningu og grein-
armerkjasetningu. Ekki verður sagt, að um skipulega sókn
né samtök sé að ræða í þessum málum, heldur hafa ýmsir
tiekið upp með sjálfum sér að viðhafa sínar eigin reglur í
þessurn efnum sem frjálsir menn i frjálsu landi.
Mér virðist aðalástæðan fyrir því, að menn vilja sleppa
setu úr skrifuðu máli, vera sú, að sata z er ekki borin fram
sem sjálfstætt ,hljóð heldur sem ess s. I öðru lagi gerir setan
stafsetningu óþarflega flc'kna og vandlærða og er þó nóg af
fyrir og mætti verja þeim tíma, sem fer í að kenna börnum
og unglingum að skrifa setu á réttum stöðum, til þarfari
hluta. 1 þriðja lagi má benda á, að núverandi reglur um ritun
setu eru ekki gam’.ar o,g ekki rituðu Fjölnismenn setu eftir
nútímareglum. Tungan hefur þróazt og mun þróast og „það
er svo illt að standa í stað ...“
Vil ég þá tína til það, sem mælir með því frá mínum bæjar-
dyrum séð, að halda áfram að skrifa setu í íslenzkri stafsetn-
ingu eins og hún er skrifuð núna. Mikilvægasta ástæðan er
sú, að það stuðlar að því að halda tungunni „gagnsærri". ís-
lenzk tunga er, ásamt latínu, sérstæð fyrir það, að innan
hennar má þræða sig áfram milli s'kyldra orða, fremur en í
öðrum tungumálum, og skilja merkingu orða, sem menn hafa