Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 28
26
MÚLAÞING
Eg var nú farinn að komast á legg og geta hjálpað til bæði við fjár-
pössun og heyskap, enda veitti okkur ekkert af því, þar sem hagur for-
eldra minna var mjög þröngur, bæði vegna efnaskorts og heilsuleysis
móður minnar.
Faðir minn var vel lagtækur bæði á tré og jám. Smíðaði hann og seldi
marga smáhluti, hafði hagnað af og hjálpaði það með hinum litla bú-
stofni sem ekki var nema 20-30 kindur á vetrum, 1 -2 hestar og ein kýr.
Frá Tunguseli fórum við eftir þrjú ár að Þorbrandsstöðum og vorum
þar tvö ár í þríbýli. Seinna árið sem við vorum þar dó faðir minn snögg-
lega á nýbyrjuðum slætti, mun hafa slegið að honum kulda og hann
fengið lungnabólgu. Dó hann á þriðja degi frá þvf að hann tók veikina.
Jón Sölvason bóndi á Bustarfelli aðstoðaði móður mína, annaðist um
útför föður míns og ráðlagði okkur að haldast við á Þorbrandsstöðum
það sem eftir var af því ári. Skuldir komu fram eftir föður minn og var
búið selt í þær, og mun hafa staðist að þær hafi borgast, en afgangur
ekki orðið teljandi. Varð því niðurstaðan sú að móðir mín hætti að búa
og fór til vistar að Bustarfelli til Jóns Sölvasonar og Kristborgar konu
hans. Var hún hjá þeim á Bustarfelli í átta ár og á Búastöðum eitt ár. Eft-
ir það fluttist fjölskyldan til Ameríku, en móðir mfn fór að Fossi til Að-
albjargar Metúsalemsdóttur og Gests Sigurðssonar, og var hún hjá þeim
þartil haustið 1881, að eg sótti hana og flutti hingað að Stakkahlíð, og dó
hún hér ári síðar. Hún var jörðuð í Klyppsstaðarkirkjugarði, syðst við
austurstafn kirkjunnar, og voru þau tengdaforeldrar mínir, Stefán Gunn-
arsson og Þorbjörg Þórðardóttir, jörðuð þar við hlið hennar.
Eg fór frá Þorbrandsstöðum að hálfu til Vilhjálms Oddsens að Hrapps-
stöðum, en að hálfu til Gunnlaugs bónda í Haga, og var eg það ár að
hálfu á þessum bæjum. Hef eg ekki frá mörgu merkilegu að segja frá
þessu ári, en vil þó nefna ýms atvik frá þessum bæjum báðum.
Eftir að eg kom í vistina að Hrappsstöðum var eg látinn passa féð á
daginn þar uppi í dal, en reka það heim á kvöldin og hýsa. Var eg vana-
lega blautur í fætur og kalt. Einn dag stuttu eftir að eg kom í vistina fór
Oddsen í kaupstað. Hafði hann með sér vinnumann, Sigurð Jósepsson að
nafni, og höfðu þeir einn áburðarhest. Fluttu þeir á honum heimilisþarfir
til hvítasunnunnar. Um daginn var mikil hláka og uxu ár svo mikið, að
um kvöldið þorðu þeir ekki yfir Hofsá og héldu upp með henni að Hofi.
Var þá Sigurður orðinn svo drukkinn að hann varð eftir með áburðar-
hestinn, en Oddsen var ferjaður yfir ána og komst heim þótt drukkinn
væri. Var eg þá kominn heim með féð og háttaður. Skipaði Oddsen mér
þá á fætur í mesta flýti, sækja hesta og fara upp að Hofi til að sækja Sig-