Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 28

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 28
26 MÚLAÞING Eg var nú farinn að komast á legg og geta hjálpað til bæði við fjár- pössun og heyskap, enda veitti okkur ekkert af því, þar sem hagur for- eldra minna var mjög þröngur, bæði vegna efnaskorts og heilsuleysis móður minnar. Faðir minn var vel lagtækur bæði á tré og jám. Smíðaði hann og seldi marga smáhluti, hafði hagnað af og hjálpaði það með hinum litla bú- stofni sem ekki var nema 20-30 kindur á vetrum, 1 -2 hestar og ein kýr. Frá Tunguseli fórum við eftir þrjú ár að Þorbrandsstöðum og vorum þar tvö ár í þríbýli. Seinna árið sem við vorum þar dó faðir minn snögg- lega á nýbyrjuðum slætti, mun hafa slegið að honum kulda og hann fengið lungnabólgu. Dó hann á þriðja degi frá þvf að hann tók veikina. Jón Sölvason bóndi á Bustarfelli aðstoðaði móður mína, annaðist um útför föður míns og ráðlagði okkur að haldast við á Þorbrandsstöðum það sem eftir var af því ári. Skuldir komu fram eftir föður minn og var búið selt í þær, og mun hafa staðist að þær hafi borgast, en afgangur ekki orðið teljandi. Varð því niðurstaðan sú að móðir mín hætti að búa og fór til vistar að Bustarfelli til Jóns Sölvasonar og Kristborgar konu hans. Var hún hjá þeim á Bustarfelli í átta ár og á Búastöðum eitt ár. Eft- ir það fluttist fjölskyldan til Ameríku, en móðir mfn fór að Fossi til Að- albjargar Metúsalemsdóttur og Gests Sigurðssonar, og var hún hjá þeim þartil haustið 1881, að eg sótti hana og flutti hingað að Stakkahlíð, og dó hún hér ári síðar. Hún var jörðuð í Klyppsstaðarkirkjugarði, syðst við austurstafn kirkjunnar, og voru þau tengdaforeldrar mínir, Stefán Gunn- arsson og Þorbjörg Þórðardóttir, jörðuð þar við hlið hennar. Eg fór frá Þorbrandsstöðum að hálfu til Vilhjálms Oddsens að Hrapps- stöðum, en að hálfu til Gunnlaugs bónda í Haga, og var eg það ár að hálfu á þessum bæjum. Hef eg ekki frá mörgu merkilegu að segja frá þessu ári, en vil þó nefna ýms atvik frá þessum bæjum báðum. Eftir að eg kom í vistina að Hrappsstöðum var eg látinn passa féð á daginn þar uppi í dal, en reka það heim á kvöldin og hýsa. Var eg vana- lega blautur í fætur og kalt. Einn dag stuttu eftir að eg kom í vistina fór Oddsen í kaupstað. Hafði hann með sér vinnumann, Sigurð Jósepsson að nafni, og höfðu þeir einn áburðarhest. Fluttu þeir á honum heimilisþarfir til hvítasunnunnar. Um daginn var mikil hláka og uxu ár svo mikið, að um kvöldið þorðu þeir ekki yfir Hofsá og héldu upp með henni að Hofi. Var þá Sigurður orðinn svo drukkinn að hann varð eftir með áburðar- hestinn, en Oddsen var ferjaður yfir ána og komst heim þótt drukkinn væri. Var eg þá kominn heim með féð og háttaður. Skipaði Oddsen mér þá á fætur í mesta flýti, sækja hesta og fara upp að Hofi til að sækja Sig-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.