Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 32
30
MÚLAÞING
mín voru bræðradætur, svo eg naut þar frændsemi, þar sem eg var líka
frændi fyrra manns hennar, Metúsalems í Möðrudal, enda naut eg að
ýmsu frændseminnar þessi ár sem eg var á Valþjófsstað. Jóhann Dúa-
son, sem nú er lengi búinn að vera lögregluþjónn á Akureyri, var fóstur-
sonur Kristbjargar Þórðardóttur. Hafði hún tekið hann í fóstur frá
Skjaldarvrk við Eyjafjörð. Var hann 10 árum yngri en eg, en við urðum
samrýmdir og vorum látnir vera saman í ýmsu. Þennan síðari vetur sem
eg var á Valþjófsstað var þar norðlenskur maður, Friðrik að nafni, söðla-
smiður. Hafði hann numið söðlasmíði í Danmörku og skildi danska
tungu. Var hann látinn kenna okkur Dúa réttritun, reikning og dönsku.
Var mér ekki sett sú kennsla, enda hafði eg ekki nema 20 króna kaup
þessi tvö ár, en fékk bæði að læra vefnað og svo þetta bóknám sem eg
hef nefnt, og af því að eg var byrjaður að læra smíði, lét séra Pétur mig
talsvert vinna að því þessi ár sem eg var hjá honum, svo að eg hafði að
ýmsu leyti gott af veru minni þessi ár á Valþjófsstað. Þess utan fór eg í
fjallgöngur inn að jöklum og kaupstaðarferðir á Djúpavog, Eskifjörð og
Seyðisfjörð, svo eg kynntist yfirleitt mikið Austurlandi á þessum árum
sem eg var í Fljótsdal. Eg skrapp af og til í Vopnafjörð til að finna móð-
ur mína ásamt öðrum skyldmönnum og vinum sem eg átti þar, og héld-
ust kynni mín við fólk í Vopnafirði þó eg væri fimm ár í burtu þaðan í
þetta sinn. En að þeim árum liðnum vildi eg gera alvöru úr að læra tré-
smíði, sem eg byrjaði á árið sem eg var á Gilsá.
Þegar eg fór frá Valþjófsstað vorið 1876 fór eg að Ljótsstöðum í
Vopnafirði til Jóns Jónssonar sem ættaður var frá Djúpalæk á Langanes-
strönd. Var þá faðir hans, Jón Illugason, lifandi og síðari kona hans,
Kristbjörg. Hafði hann lengi búið á Djúpalæk, verið þar hreppstjóri í
góðum heiðri.
Á Ljótsstöðum gekk eg að algengri vinnu þetta sumar, en vann við
smíði um vetur á verkstæði hjá Jóni timburmanni. Næsta vor, 1877, fór
eg að Hofi í Vopnafirði til séra Halldórs Jónssonar og var þar sumar-
langt við að smíða baðstofu, 20 álna langa og 7 álna breiða, vann með
Árna Jónssyni frá Hólum í Vesturárdal. Hafði Ámi þessi farið ungur til
Kaupmannahafnar og lært þar trésmíði og að mála. Stuttu eftir að við
vorum saman á Hofi hvarf Ámi vestur í Skagafjörð, giftist þar fóstur-
dóttur Ara á Flugumýri, átti með henni níu böm og er eitt af þeim Jón
Ámason verslunarerindreki fyrir Samband íslenzkra samvinnufélaga.
Um haustið 1877 að loknu baðstofusmíðinu á Hofi fór eg út í Vopna-
fjarðarkaupstað, var þar þennan vetur bæði við smíði bæði hjá Pétri
Guðjónssen og bóknám hjá Vigfúsi Sigfússyni frá Sunnudal sem þá var