Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 37
MÚLAÞING
35
Það er víðar en þarna á Kallfellinu sem manni sýnast tröll standa á
fjöllunum við Loðmundarfjörð. Eg man eftir þrem öðrum stöðum en
þessum sem eg hef nefnt. Það er á Orustukambi, þar sýnist manni standa
voðadigur og stór kelling, nema hvað skrokkurinn fyrir ofan mitti sýnist
tæplega nógu fyrirferðamikill á móti neðri hlutanum sem er gríðar þrek-
vaxinn. I fjallinu inn og upp af Seljamýri sýnist standa stór og mikill
karl. A Kerlingarfjalli sýnast standa karl og kerling og krakki hjá þeim á
háum fjallshnaus. Sýnist kerlingin horfa til austurs á móti sólinni þegar
hún er að koma upp að morgni, en karlinn og strákurinn hafa eins og
dregið sig meira í hlé. Skammt utan við Orustukamb sést hvít rönd
liggja upp fjallið og er það líparít, brík sem þama kemur fram. Hafa
sumir haldið að þarna muni gull vera, en ekki er eg alveg trúaður á að
svo sé. Hafa mér annars staðar sýnst meiri líkur til að gullsvottur sjáist,
en ekki er eg svo sterktrúaður á það, að eg þori að fullyrða neitt í því
efni. Til þess að geta sagt nokkuð áreiðanlegt um það, þyrfti áhöld til að
geta borað ofan í jörðina, en til þess hafa menn hér nú engin efni eða
tæki og verður það að bíða betri tíma. Sumir halda að engin dýrmæti,
hvorki málmar né annað finnist í jörðu hér á Islandi, og virðast nokkrar
líkur til að svo sé, þótt ekki sé hægt að fullyrða neitt í því efni.
Það virðist þó undarlegt, ef löndin bæði fyrir austan okkur og vestan
eru málmauðug. Einkum munu það þó vera kol sem þau eru rík af, bæði
Grænland og Spitsbergen. Þar eru nú grafin upp kol í nokkuð stórum
stíl. Á Grænlandi eru auk kola kopar og ýmsir fleiri málmar sem grafnir
munu verða upp á seinni tímum.
Hér í fjallinu á milli Seyðisfjarðar og Loðmundarfjarðar finnst surtar-
brandslag um þverhönd á þykkt út við Fjallshnaus og upp af Borgarnes-
inu. Þar er fitukenndur vökvi báðum megin á því. Á einstöku stað hér á
Austurlandi finnst surtarbrandur og máske kolavottur, t.d. í Bjarginu fyr-
ir utan Skálanes í Seyðisfirði og í Hominu sunnan við Norðfjörð. Áður
hef eg nefnt surtarbrand í Vopnafirði.
Þegar eg fór vorið 1881 frá Ási í Fellum að Stakkahlíð var mikið farið
að hlána, en veturinn 1880-81 hafði verið mjög frostamikill og snjó-
þungur allt frá veturnóttum til sumarmála. Urðu því margir heylitlir um
vorið, en þó man eg ekki eftir að margir rækju skepnur upp á Hérað úr
fjörðum eða af Úthéraði það vor. Næstu árin eftir að eg kom í Stakka-
hlíð voru fremur harðindasöm og graslítil, sérstaklega árið 1882, um
haustið stórrigningar og krapahríðar og síðan snjór. Urðu þá ýmsir hey-
lausir og ráku fé til Héraðs. Séra Finnur á Klyppsstað rak upp að Sand-
felli í Skriðdal og frá Úlfsstöðum og Bárðarstöðum var rekið upp í Fell