Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 37

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 37
MÚLAÞING 35 Það er víðar en þarna á Kallfellinu sem manni sýnast tröll standa á fjöllunum við Loðmundarfjörð. Eg man eftir þrem öðrum stöðum en þessum sem eg hef nefnt. Það er á Orustukambi, þar sýnist manni standa voðadigur og stór kelling, nema hvað skrokkurinn fyrir ofan mitti sýnist tæplega nógu fyrirferðamikill á móti neðri hlutanum sem er gríðar þrek- vaxinn. I fjallinu inn og upp af Seljamýri sýnist standa stór og mikill karl. A Kerlingarfjalli sýnast standa karl og kerling og krakki hjá þeim á háum fjallshnaus. Sýnist kerlingin horfa til austurs á móti sólinni þegar hún er að koma upp að morgni, en karlinn og strákurinn hafa eins og dregið sig meira í hlé. Skammt utan við Orustukamb sést hvít rönd liggja upp fjallið og er það líparít, brík sem þama kemur fram. Hafa sumir haldið að þarna muni gull vera, en ekki er eg alveg trúaður á að svo sé. Hafa mér annars staðar sýnst meiri líkur til að gullsvottur sjáist, en ekki er eg svo sterktrúaður á það, að eg þori að fullyrða neitt í því efni. Til þess að geta sagt nokkuð áreiðanlegt um það, þyrfti áhöld til að geta borað ofan í jörðina, en til þess hafa menn hér nú engin efni eða tæki og verður það að bíða betri tíma. Sumir halda að engin dýrmæti, hvorki málmar né annað finnist í jörðu hér á Islandi, og virðast nokkrar líkur til að svo sé, þótt ekki sé hægt að fullyrða neitt í því efni. Það virðist þó undarlegt, ef löndin bæði fyrir austan okkur og vestan eru málmauðug. Einkum munu það þó vera kol sem þau eru rík af, bæði Grænland og Spitsbergen. Þar eru nú grafin upp kol í nokkuð stórum stíl. Á Grænlandi eru auk kola kopar og ýmsir fleiri málmar sem grafnir munu verða upp á seinni tímum. Hér í fjallinu á milli Seyðisfjarðar og Loðmundarfjarðar finnst surtar- brandslag um þverhönd á þykkt út við Fjallshnaus og upp af Borgarnes- inu. Þar er fitukenndur vökvi báðum megin á því. Á einstöku stað hér á Austurlandi finnst surtarbrandur og máske kolavottur, t.d. í Bjarginu fyr- ir utan Skálanes í Seyðisfirði og í Hominu sunnan við Norðfjörð. Áður hef eg nefnt surtarbrand í Vopnafirði. Þegar eg fór vorið 1881 frá Ási í Fellum að Stakkahlíð var mikið farið að hlána, en veturinn 1880-81 hafði verið mjög frostamikill og snjó- þungur allt frá veturnóttum til sumarmála. Urðu því margir heylitlir um vorið, en þó man eg ekki eftir að margir rækju skepnur upp á Hérað úr fjörðum eða af Úthéraði það vor. Næstu árin eftir að eg kom í Stakka- hlíð voru fremur harðindasöm og graslítil, sérstaklega árið 1882, um haustið stórrigningar og krapahríðar og síðan snjór. Urðu þá ýmsir hey- lausir og ráku fé til Héraðs. Séra Finnur á Klyppsstað rak upp að Sand- felli í Skriðdal og frá Úlfsstöðum og Bárðarstöðum var rekið upp í Fell
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.