Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 50
48
MULAÞING
þar hjá foreldrum sínum til vors 1840 er hún flyst að Brú á Jökuldal og
verður vinnukona hjá Einari (1571) Einarssyni. Er þar einnig næsta ár en
finnst ekki í manntali 1843. Hafði átt barn með Sigurði bróður Einars
um veturinn áður en hún fluttist að Brú.
Sigurður Einarsson (sjá 1571) fæddist að Brú um 1804 og ólst þar
upp. Varð svo vinnumaður hjá Þorsteini bróður sínum (1572) til 1838.
Þá fer hann í vinnumennsku á Ekkjufelli í Fellum og var þar í tvö ár, eitt
ár vinnumaður á Bessastöðum í Fljótsdal, fer að Vaðbrekku í Hrafnkels-
dal 1841. Þar er hann skráður til 1843 að Kristrún og hann byggja upp úr
auðn í Sænautaseli. Þau voru gefin saman 25. september um haustið.
Börn Sigurðar og Kristrúnar voru:
Þorsteinn, f. á Staffelli 3. febrúar 1840, dó 5 vikna gamall.
Einar, tveggja ára og Anna Björg eins árs við manntal eftir áramót
1844. Þessi tvö börn eru hvergi annarsstaðar skráð. Verður því að álíta
að Sigurður og Kristrún hafi misst þrjú fyrstu börn sín.
Einar, f. 17. apríl 1844. Frá honum er nánar greint síðar.
Jakobína, f. 26. júlí 1846. Fór í fóstur að Staffelli en svo til Sesselju
móðursystur sinnar á Setbergi og dó þar 27. mars 1857.
Elísabet Sesselja, f. 8. febrúar 1848. Frá henni er sagt síðar.
Anna Björg, f. 31. maí 1849. Frá henni er greint síðar.
Sigurður Einarsson í Sænautaseli lést 18. mars 1850. Um vorið brá
Kristrún búi og var að mestu á Staffelli fram til 1879, hafði yngsta bam-
ið hjá sér en hin fóru í fóstur til ættmenna. Hún var þrjú ár á Fljótsbakka
og eitt ár á Miðhúsaseli hjá Önnu Björgu en fór vestur um haf ásamt
Sigfúsi bróður sínum og Ólöfu systur sinni árið 1879.
Frumbyggjarnir við Sænautavatn hafa sennilega hikað við að byggja
þar upp og leitað eftir jarðnæði í sveitum með auðveldari skilyrði. Hefði
jarðnæði verið fáanlegt vorið 1842 má ætla slíkt fýsilegri kost. En svo
var ekki og því hófst byggð inn til heiða á Norðausturlandi á 2. fjórð-
ungi 19. aldar. Verður nú greint frá þeim þremur, sem upp komust af
börnum Sigurðar og Kristrúnar í Sænautaseli.
Einar Sigurðssonfrá Sœnautaseli
Vorið 1850 fór Einar í fóstur til frændfólks síns á Brú. Hann er skráð-
ur fósturbarn Jóns (1573) Þorsteinssonar og Kristínar (1667) Jónsdóttur
og flytur með þeim að Heiðarseli í Jökuldalsheiði. Þaðan fermist Einar
vorið 1858. Hann og Jón voru bræðrasynir. Þau flytjast vorið 1863 að
Ormarsstöðum í Fellum, að Tókastöðum í Eiðaþinghá vorið 1865, eftir