Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 68
66
MÚLAÞING
alltaf hafa verið sparsamur og hafi haft mikla löngun til að græða. Sagð-
ist hann með sparsemi sinni hafa getað nurlað saman aurum fyrir gömlu
hrossi, hnakk og beisli. Kvaðst hann hafa farið eitt vor austur á land og
komið norður aftur á gæðingi og öll reiðtygi ný, og auk þess með 50
krónur í peningum, sem voru árslaun vinnumanns þá.
Aðra sögu kann ég að segja frá því er Jósef var vinnumaður fyrir norð-
an, og sýnir hún krafta hans og fimi.
Hval hafði rekið á fjöru, og fjöldi manns kom á vettvang til að fá hval-
kjöt. Kalt var í veðri og menn tóku þá glímu til að halda á sér hita. Jósef
hafðist ekki að, en fannst sumir þeir sterkustu fara illa með þá sem
minnimáttar voru. Stóðst hann ekki mátið og bauð þeim út, sem voru yf-
irlætismestir, lagði alla þá sem í hann þorðu, og hæddi þá síðan fyrir
hvað þeir væru lélegir. Þessi saga barst um héruð og höfðu sumir beyg
af Jósef og vildi heldur hafa hann með sér en móti. Annars var talið að
Jósef hefði verið frekar latur til vinnu, en hann gat verið hörkuduglegur
þegar mikið lá við og nauðsyn krafði. Stríðinn var Jósef og gat gert
menn illa, en var fljótur að sættast við þá er í óefni var komið.
Ekki er ég alveg viss í hvenær Jósef fer til Vesturheims, en það mun
hafa verið um 1884. Ég man hann sagði mér að ferðin vestur hefði verið
skemmtileg, og margt skrýtið hefði verið að sjá er í land kom. En lítið
kunni hann í enskunni og sá strax að enskunámið var það fyrsta sem
hann þurfti að taka fyrir. Kvaðst hann því lítið hafa umgengist íslend-
inga, en gengið á strangan kvöldskóla í nokkra mánuði. Réði sig síðan
við jámbrautarlagnir og síðar í skógarhögg. Þetta kvað Jósef að hefði
verið erfið vinna, þótt hann hefði ekki staðið sig verr en aðrir, margir
hafi gefist upp og mannaskipti verið mjög tíð, enda hafi verkstjórarnir
verið miskunnarlaus illmenni. Fannst honum því að kaupið væri ekki í
hlutfalli við erfiðið.
Jósef segist því hafa hætt skógarhögginu og farið til Winnipeg, keypt
sér þar búðarholu og tekið að versla. Sagði hann að verslunin hefði
gengið ágætlega og honum hefði græðst talsvert fé og verslunin stækkað
í höndum hans.
Gerist það þá, að ungir piltar er áttu ríka feður, gerast uppvöðslusamir
í versluninni. Heimta af honum peninga, vaða í hillumar og taka frá
honum vörur. Jósef tekst oftast að henda þeim út, og lék hann þá suma
grátt, en þeir komu aftur og aftur. Þetta taugastríð stendur talsverðan
tíma. Svo bar það til eina nótt, að brotist var inn í búðina hjá Jósef og
öllu rænt sem verðmætast var. Jósef kærir þetta til lögreglunnar sam-
stundis, og kom fljótt í ljós að ræningjarnir voru engir aðrir en drengirnir