Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 189

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 189
MÚLAÞING 187 Erfitt var að afla steypuefnis. Það var reynt að skrapa það saman í flóðröstum við fljótið, rnoka í poka og aka á kerru á notkunarstað. Við Rangár-Skjóni dóluðum löngum við að sleikja upp þessar rastir, þangað til einn góðan veðurdag að mönnum var raðað í trilluna og hún dregin niður á fljót. Eftir það var steypuefnið tekið handan Vífilsstaðaflóa, pok- að og flutt á kerrunni aftan í Skjóna frá fljótinu upp að stíflunni. Eg varð að hætta vinnu þarna við Fiskilækinn á rniðju sumri vegna kíghósta sem plagaði mig og er því ekki kunnugt um vinnubrögðin eftir miðjan júlí á að giska. Eg hef nú haft samband við ýmsa þá sem þarna unnu og enn eru ofan moldu og spurt sérstaklega um hvemig þungum og allfyrirferðamiklum hlutum í rafstöðinni hafi verið komið á sinn stað, en engin ákveðin svör fengið. Helst minnir rnenn að þyngstu vélarhlutarnir hafi verið fluttir á pramma yfir vatnið, en muna það þó ekki svo að víst sé. En svo mikið er víst að ekki var um annað en mannafl að ræða og ef til vill, en varla þó, hestafl til að koma þeim á sinn stað í rafstöðvarhús- inu við Fiskilækinn niðri við fljótið. Þegar eg kom í skólann um haustið var rafstöðvarhúsið komið undir þak og vélar í það. Vatnið hafði þá hækkað um tvo metra, Litlihaginn breyst í nokkra hólma og um þriðjungur Eiðahólma kominn í kaf með nokkurri eftirsjá. Einnig var horfið stararengið sæla út með vatninu und- ir vatn og Bauluvaðið vart orðið vætt kúnum hans Páls Hermannssonar. En rafleiðsla var komin á háum staurum utan og neðan frá Fiskilæk og heim í skólahlað. Ingólfur verkfræðingur var löngu horfinn á bak og burt, en í stað hans kominn Jón Guðmundsson rafvirki. Nú var verið að vinna heima fyrir og innanhúss í skólanum. Þar var háspennuklefi útbúinn í kjallara og uppsett hita- „túba“ til að spara miðstöðina og kolin að einhverju leyti. Leiðslur var verið að leggja innanhúss með grönnum járnrörum utan á innveggjum og skilrúmum, einnig verið að leggja að raftækjum, svo sem eldavélum, strokjárnum, lömpum og loftljósum, en hrærivélar eða þvottavélar þekktust ekki á þessum tíma. Verkamenn sumarsins voru flestir flognir á braut og Agða, en komnir aðrir menn og mun færri, sem kannski hafa einhverjir af þeim haft nasa- sjón af „rafurmagni“ eins og margir kölluðu þennan ósýnilega og undar- lega straumkraft í vírurn. I skólaskýrslunni 1935-36 segir: „Rafljósin voru í fyrsta sinni tendruð á Eiðum að kvöldi hins 30. nóvember. Daginn eftir, 1. des., var venjuleg samkoma haldin. En í hugum Eiðamanna var nú dagurinn eigi aðeins sjálfstæðisdagur þjóðarinnar,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.