Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 189
MÚLAÞING
187
Erfitt var að afla steypuefnis. Það var reynt að skrapa það saman í
flóðröstum við fljótið, rnoka í poka og aka á kerru á notkunarstað. Við
Rangár-Skjóni dóluðum löngum við að sleikja upp þessar rastir, þangað
til einn góðan veðurdag að mönnum var raðað í trilluna og hún dregin
niður á fljót. Eftir það var steypuefnið tekið handan Vífilsstaðaflóa, pok-
að og flutt á kerrunni aftan í Skjóna frá fljótinu upp að stíflunni.
Eg varð að hætta vinnu þarna við Fiskilækinn á rniðju sumri vegna
kíghósta sem plagaði mig og er því ekki kunnugt um vinnubrögðin eftir
miðjan júlí á að giska. Eg hef nú haft samband við ýmsa þá sem þarna
unnu og enn eru ofan moldu og spurt sérstaklega um hvemig þungum og
allfyrirferðamiklum hlutum í rafstöðinni hafi verið komið á sinn stað, en
engin ákveðin svör fengið. Helst minnir rnenn að þyngstu vélarhlutarnir
hafi verið fluttir á pramma yfir vatnið, en muna það þó ekki svo að víst
sé. En svo mikið er víst að ekki var um annað en mannafl að ræða og ef
til vill, en varla þó, hestafl til að koma þeim á sinn stað í rafstöðvarhús-
inu við Fiskilækinn niðri við fljótið.
Þegar eg kom í skólann um haustið var rafstöðvarhúsið komið undir
þak og vélar í það. Vatnið hafði þá hækkað um tvo metra, Litlihaginn
breyst í nokkra hólma og um þriðjungur Eiðahólma kominn í kaf með
nokkurri eftirsjá. Einnig var horfið stararengið sæla út með vatninu und-
ir vatn og Bauluvaðið vart orðið vætt kúnum hans Páls Hermannssonar.
En rafleiðsla var komin á háum staurum utan og neðan frá Fiskilæk og
heim í skólahlað.
Ingólfur verkfræðingur var löngu horfinn á bak og burt, en í stað hans
kominn Jón Guðmundsson rafvirki. Nú var verið að vinna heima fyrir
og innanhúss í skólanum. Þar var háspennuklefi útbúinn í kjallara og
uppsett hita- „túba“ til að spara miðstöðina og kolin að einhverju leyti.
Leiðslur var verið að leggja innanhúss með grönnum járnrörum utan á
innveggjum og skilrúmum, einnig verið að leggja að raftækjum, svo sem
eldavélum, strokjárnum, lömpum og loftljósum, en hrærivélar eða
þvottavélar þekktust ekki á þessum tíma.
Verkamenn sumarsins voru flestir flognir á braut og Agða, en komnir
aðrir menn og mun færri, sem kannski hafa einhverjir af þeim haft nasa-
sjón af „rafurmagni“ eins og margir kölluðu þennan ósýnilega og undar-
lega straumkraft í vírurn.
I skólaskýrslunni 1935-36 segir:
„Rafljósin voru í fyrsta sinni tendruð á Eiðum að kvöldi hins 30.
nóvember. Daginn eftir, 1. des., var venjuleg samkoma haldin. En í hugum
Eiðamanna var nú dagurinn eigi aðeins sjálfstæðisdagur þjóðarinnar,