Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 190
188
MÚLAÞING
heldur og ljósahátíð skólans. Minnist skólastjóri þessa með ræðu og rakti
helztu atriði rafveitumálsins og aðdraganda þess. Síðan flutti Þórarinn
Sveinsson, kennari, erindi um íþróttir. Þakkarskeyti voru send nokkrum
mönnum, er mestan atbeina og fylgi höfðu veitt rafveitumálinu, bæði utan
þings og innan. Loks bauð skólinn mönnum til kaffidrykkju.“
Þeim fjarstöddum mönnum sem höfðu látið rafstöðvarmálið til sín
taka voru sent þakkarskeyti. Vafalaus hefur Eysteinn Jónsson verið í
þeirra tölu. Hann hélt áfram að efla skólann með búnaði og byggingum
meðan hans naut við á þingi og þegar ráðherra var. Hann var jafnan
fyrsti maður sem leitað var til þegar framfaraskref voru stigin í þágu
skólans - jafn af Þórarni sem Jakobi.
Eg þekkti Eystein varla nema af afspum, en átti þó tvisvar tal við
hann. í síðara skiptið í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli að mig minn-
ir sex árum eftir brunann á Eiðum 1960. Þá var viðreisnarstjórnin við
völd. Hann vék sér að mér og spurði hvað miðaði nýrri byggingu sem þá
var langt komin en ólokið þó. Eg sagði honum frá því og hann svaraði
að því loknu:
„Mikið bölvuð ómynd er að heyra þetta!“ Þá sat viðreisnarstjórnin og
honum þótti byggingin taka óþarflega langan tíma.
í skólaskýrslunni 1935-36 er greinargerð Jakobs um rafveituna, lýsing
byggð á skýrslu verkfræðinganna tveggja, Jakobs Gíslasonar og Sigurð-
ar Thoroddsens, svohljóðandi:
„Virkjun Fiskilækjar byggist á því, að í Eiðavatni er hægt að fá ágæta
vatnsmiðlun. Með því að hækka vatnið um tvo metra fæst vatnsuppi-
staða, sem tekur 2 1/2 milljón teningsmetra. Með þeirri hækkun verður
fallhæðin, þegar vatnið stendur hæst, 12 metrar.
Hækkunin er gerð með þremur stíflum. Mesta stíflan, sem er um 4 1/2
metra á hæð, þar sem hún er hæst, er jarðstífla með steinsteyptum þétti-
vegg. í henni er inntaksþró úr jámbentri steypu.
Þrýstivatnspípan, sem er 90 cm. víð, er úr timbri, 140 metra löng, sett
saman úr stöfum og girt járnböndum.
Stöðvarhúsið er úr járnbentri steinsteypu; það er 4,5x8 metrar að
stærð. í því er vatnsvélin og rafallinn og auk þess klefi fyrir háspennu-
virki, því að fjarlægð stöðvarinnar frá Eiðaskóla er það mikil, 2 1/2 kíló-
metri, að talið var óhjákvæmilegt að nota háspennu, 3000 volt, til flutn-
ings orkunnar. Með vatnsvélinni er sjálfvirkur stillir. Hann minnkar
vatnsrennsli til vélarinnar, þegar álagið minnkar og eykur það þegar á-
lagið vex. Með rafalinum er sjálfvirkur spennistillir, sem gætir þess, að
spennan sé ávallt jafnhá.