Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 199

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 199
MÚLAÞING 197 Heimsókn Þegar Olína Sigurgeirsdóttir var að vaxa upp á Hrærekslæk og orðin stálp- uð var hún eitt sinn send inn í Hallfreð- arstaði. Þá bjuggu þar Þórunn Pálsdóttir og Páll Olafsson. Henni var boðið inn og veittar góðgjörðir í stofu eða bað- stofu, þar sem hún beið ein eftir erindis- lokum. Þegar hún var að maula góð- gjörðirnar kom maður inn, Benedikt sonur Þórunnar af fyrra hjónabandi. Hann var fáviti og mjög rosalegur, úf- inn á hár og skegg, lörfum búinn og all- ur hinn trölllegasti. Hann þuklaði upp undir sperru eða bita, dró þaðan hníf og fór að brýna í ákafa. Amma sagðist hafa orðið skelfilega hrædd, að hann mundi vinna henni mein með hnífnum og orð- ið að sitja þarna inni stundarlangt ein með fávitanum. En Benedikt gerði henni ekkert, stakk hnífnum á sinn stað að brýnslu lokinni og hvarf á dyr. „Þá létti mér,“ sagði amma, en aldrei gat hún gleymt þessari skelfilegu stund síð- an og sagði mér oft frá þessari komu á bæ skáldsins. - Á.H. Hún át af sér varginn Mér dettur í hug atvik lítið sem sýnir hvernig vitneskja um eitt og annað berst á milli kynslóða. Þegar afi minn, Ár- mann Egilsson frá Rauðholti, var að al- ast upp á þessum bæ í Hjaltastaðaþing- há eftir 1850, hann var fæddur það ár, var þar lengi sveitarómagi gömul kona er Ingibjörg hét. Þá tíðkaðist að sofa á vetrum í rökkrinu áður en kveikt var koluljós og sest við ullarvinnu sem starfað var að langt fram á nætur. Meðan rökkursvefninn stóð yfir voru krakkar einnig bældir niður og urðu að steinþegja. Afi kvaðst ekki hafa getað sofið á þessum tíma, en mátti liggja grafkyrr við leiðindi. Kerlingin Ingibjörg svaf ekki heldur. Hún sat í hnipri í bæli sínu og leitaði sér lúsa. Afi kvað það hafa verið helsta af- þreying sín að vera með hugann hjá kerlingu og telja smellina sem heyrðust þegar hún beit sundur lýsnar milli tann- anna. Hún át lúsina. Þetta sagði afi mér í æsku einhvern tíma á miðju bilinu milli 1920 og 1930, en eg er fæddur 1916, og mér fannst þetta svo merkilegt - að éta af sér varg- inn - að eg man þetta enn og skrifa nið- ur 1991, þ.e. um 135 árum eftir að þetta át fór fram. Nú mætti hugsa sér að eg segði fóstur- dóttursyni mínum frá þessari konu sem át af sér lúsina. Hann mundi víst gleyma henni fljótlega, því að börn sem nú alast upp vita tæpast deili á lús og ekki heldur kynslóðin á undan. Það var kynslóðin mín og hin næsta á undan sem átti í höggi við þennan smávaxna bitvarg og útrýmdi honum, lagði fyrir róða þá skoð- un að illt væri manni að vera lúsalaus, að feigðarboði væri ef lús skriði af manni, og að lús táknaði auðsæld, þ.e. stundlega hamingju. Lúsin var þjóðtrúardýrindi. Menn muna best það sem á reynslunni byggist og á þeim sjálfum hrín. Lús verður tæpast viðbjóður fyrr en undir aldamót 1900 og hverfur ekki til fulls fyrr en undir miðja 20. öld. Einnig sýnir þessi afasaga hvernig tíðindi flytjast milli kynslóða. Það gerist ekki einungis þannig að foreldrar önn- um kafnir við bústörf segi börnunum frá, heldur fremur afar og ömmur sem farin eru að slaka á í lífsstríðinu og gefst þar af leiðandi tími til frásagna. - Á.H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.