Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 7
Gangnadagsmorgun
í fyrsta hefti Múlaþings 1966 er kvæði sem heitir Gangnadagsmorgun. Þetta 35 ára
gamla kvæði varð á vegi mínum þegar ég fletti gömlum árgöngum fyrir nokkrum misserum
og ég varð mjög undrandi að einhver skyldi hafa haft burði til að yrkja jafn snjallt kvæði á
Austurlandi árið 1966. Raunar hefði það eitt og sér átt að nægja til að tryggja höfundinum
öruggt sæti á íslensku skáldaþingi. Mér er samt ekki kunnugt um að nokkur yrði til að hrópa
húrra fyrir skáldinu enda löngum verið siður á Austurlandi að sýna þeim menningar-
verðmætum sem hér verða til fullkomið skeytingarleysi. Hins vegar er ósjaldan tekið ofan
fyrir lágkúrunni. Þeir fáu rithöfundar sem hér hafa tórt og verið að skrifa bækur á lands-
mælikvarða lifa við skilningsleysi umhverfisins og hlotnist þeim viðurkenningar fyrir störf
sín hafa þær ekki komið héðan úr fjórðungnum. Á sama tíma er rekin hér austanlands
stofnun sem hefur m.a. þann tilgang að hýsa listamenn af mölinni í nokkra daga svo þeir
geti hrist lífsþreytuna úr skönkunum í sveitasælunni og horfið svo á braut án þess í flestum
tilvikum að skilja nokkurn skapaðan hlut eftir sig.
Mig langar að birta kvæðið Gangnadagsmorgun í heild þótt ekki væri nema í viðurkenn-
ingarskyni við höfund þess, Sigurð O. Pálsson, fyrrum ritstjóra Múlaþings, sem nú hefur
fyllt flokk burtfluttra Austfirðinga:
Septemberstormurinn strauk yfir landið í nótt
styrkri hendi og beygði fölnandi stráin,
en lyngdi undir morgun, og lognið var svalt og hljótt,
litverp í dögun og þögul er Heimabláin.
Ur hálfgrónum torjflögum fífudúnn fokinn er,
fallinn til jarðar um þýfi og leirrunnar keldur,
stelkurinn floginn. Núfinn ég í vitum mér
fölvans keim og þarfekki að spyrja, hver
sig hniprar til stökks, né hverjum dómur erfelldur.
Ég spurði Sigurð einhvern tímann hvort hann hefði verið búinn að lesa mikið af Snorra
Hjartarsyni þegar hann orti þetta kvæði. „Nei“, svaraði Sigurður, „ekki nema í gegnum
Hannes Pétursson en ég áttaði mig ekki á því fyrr en síðar.“
FNK
5