Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 27
Kennarinn, kona hans og börn
Guðný Kristjánsdóttir (ekkja Ólafs Bergssonar kennara), Berg Ingemann og Jón Ólafssynir (synir þeirra).
heimilum á Héraði eftir og þó einkum fyrir
þann tíma, því heimildir um slíka kennslu
liggja ekki á lausu. Högum Ólafs og
starfsvettvangi er snyrtilega lýst í aðal-
manntali 1901: „Húsmaður, vinnur að
landbúnaði og barnakennslu.“ Það gefur til
kynna hver þá voru kjör kennara og
vinnufólks að háð var tilviljun hvort þau
hjónin gátu verið samvistum á bæjum þar
sem Ólafur var að störfum. Má raunar ráða
af kirkjubókum að þau hafi eins oft verið
hvort á sínum bæ, hann húsmaður, hún
vinnukona. Af sjálfu leiddi að börn
Guðnýjar og Ólafs gátu ekki til langframa
alist upp með foreldrum sínum. Voru þau
fljótlega tekin í fóstur, að því er virðist á
góðum heimilum. Til dæmis bar Helga
fósturforeldrum sínum, Björgu Þorleifs-
dóttur og Sigurði Bjarnasyni, ætíð vel
söguna. Guðný Kristjánsdóttir var húskona
í Efri-Bót í Borgarfirði 1907. Með henni í
heimili er þá elsti sonurinn, Sigurður. Hann
er þá orðinn tvítugur, væntanlega fyrirvinna
móður sinnar, en Ólafur var þá látinn. Helga
flyst svo til þeirra um sumarið, eftir
ferminguna, og dvaldist með móður sinni
um hríð. En Sigurður lést 1908 sem fyrr
greinir. Það var aðeins yngsta barnið, Berg
Ingemann, sem í uppvextinum var alltaf
með móður sinni og annaðist hana síðan í
ellinni. Héldu þau heimili saman, síðast í
Neskaupstað. Ingimann, eins og hann var
ætíð nefndur, fluttist síðan til Reykjavíkur.
Hann var verkamaður, lesinn vel og
margfróður, ágætur skákmaður. Þess má
enn geta að Jón Ólafsson fluttist til
Reykjavíkur og bjó þar. Og Agúst, Ólafsson
og Guðrúnar Guðmundsdóttur, bjó á
25