Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 151
Börnin á Vaðbrekku
Leggjaveggur á Vaðbrekku. Líklega hlaðirm í tíð Elísabetar Jónsdóttur. Ljósm.: Eyjólfur Jónsson.
vinnumaður síðustu sex árin. Verða nú
taldir nokkrir dvalarstaði hans til að sýna
ferli vinnufólks á þessum árum. Hann varð
fyrir því óhappi að kala og var uppnefndur
Kaldi-Fúsi. Ævi hans varð hrakningasaga.
Hann var vinnumaður í Merki 1845-7 en
síðan hér og hvar á Jökuldal. Er á Hákonar-
stöðum 1860. Flyst í Meðalnes í Fellum
1861 ásamt Margréti Arngrímsdóttur
(13327), sem kom frá Klausturseli með
ársgamla dóttur þeirra. Hét hún Guðrún
Björg f. 10. nóv. 1860 - hans 1. - hennar 2.
lausaleiksbrot. Þeim fylgdi Jóhanna Sig-
urðardóttir, 10 ára, einnig dóttir Margrétar.
Þær eru skráðar í Fossgerði 1860. Eru þau
öll fjögur talin í Meðalnesi 1862. Næstu tvö
ár er Vigfús þar með dóttur sína. Hún er þar
næstu tvö árin en fer þá að Heiðarseli í
Tungu. Vigfús fer árið 1867 frá Staffelli að
Fossgerði, er á Hákonarstöðum í des. 1868,
á Víðirhóli 1869 en fer að Hnitbjörgum
1870. Er þar í mars 1871 ásamt Guðrúnu
Björgu dóttur sinni, sem þá er 10 ára. Hún
lést á Torfastöðum 23. sept. um haustið.
Arin 1876-7 er Vigfús aftur talinn vinnu-
maður í Meðalnesi. Hann lést á Hákonar-
stöðum 25. maí 1890.
Um aldamót eru allir afkomendur
Guðmundar Andréssonar annaðhvort látnir
eða komnir til Vesturheims.
Börn Jóns og Solveigar á Vaðbrekku
Börn Jóns og Solveigar urðu tíu, þar af
níu dætur. Fjögur náðu ekki eins árs aldri,
drengurinn og þrjár af stúlkunum. Má líkja
þeim við „ljós er lifna og deyja í senn“. Þau
hétu: Ólafur, Kristín (eldri), Elísabet (eldri)
og Málfríður sem var yngst. Verða nú
taldar dæturnar, sem upp komust.
1. Guðrún (eldri) (2070) f. 26. apríl
1794, giftist tvítug Einari Sigurðssyni frá
Görðum í Fljótsdal. Bjuggu fyrst á Hóli í
Fljótsdal en síðar á Glúmsstöðum og þar
lést Einar. Þau áttu mörg börn og fóru
ýmsir afkomendanna til Ameríku. Ein
dóttir þeirra, Solveig, ólst upp hjá afa
sínum og ömmu á Vaðbrekku. Önnur var
Sigríður (2080), sem giftist Þorsteini
Jónssyni frá Melum en dóttir þeirra var
149