Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 162

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 162
Múlaþing giftist aftur árið 1870 Jóni Einarssyni frá Skeggjastöðum í Fellum. Móðir hans var Hallfríður Jónsdóttir áðurnefnd frá Aðal- bóli. Voru þetta sérkennilegar tengdir vegna hinna fyrri á Aðalbóli. En Hermannía og Jón voru óskyld svo ekkert var athugavert við sifjarnar. Þau eignuðust fjögur börn á Aðalbóli en tvö þau elstu dóu með mánaðar millibili vorið 1872. Yngstir voru tveir drengir, Einar og Metúsalem og fluttust þeir með foreldrum sínum og hálfsystkinum að Brunahvammi í Vopnafirði eftir öskufallið vorið 1875. En næsta vetur varð mikill tími sorgar hjá Hermanníu, því þá létust tvö börn hennar af fyrra hjónabandi. Hafði hún þá misst fjögur af þeim sjö börnum sem hún fæddi á Aðalbóli. Eftir lifðu litlu drengirnir tveir og dóttirin Ástríður Árnadóttir. Jón og Hermannía fluttust með börnin til Ameríku vorið 1876. Voru þá afkomendur 18. aldar landnema á Aðalbóli horfnir úr Hrafn- kelsdal svo og allt það fólk sem þeim tengd- ist með ýmsum hætti. Má þar vissulega um kenna herhlaupi gjóskunnar frá Dyngju- fjöllum. Það spyrnti miklum mannfjölda frá Norðausturlandinu til Ameríku á þrem síðustu áratuguin 19. aldar. En einhverjir hefðu eflaust flust vestur um haf á þeim tíma þótt gosið hefði ekki komið til. Slíkur var straumur tímans þá um Vestur-Evrópu. Aðalból stóð tvö ár í eyði. Vorið 1877 fluttust þangað hjónin Jón Guðmundsson og Solveig Þorsteinsdóttir, bæði afkom- endur bræðranna Jóns og Guðmundar Andréssona, sem fluttust að Vaðbrekku með foreldrum sínum 93 árum fyrr. Þau höfðu búið í Brattagerði frá árinu 1870, en hörfuðu að Grófarseli í Hlíð vorið eftir öskufallið, dvöldust þar árið en komu svo aftur að Brattagerði til árs dvalar. Frá þessu greinir Jón Pálsson í ritgerð sinni Um Jökuldal en hún birtist í 24. bindi Múlaþings. Jón Guðmundsson var einn af fóstur- börnum Elísabetar Jónsdóttur á Vaðbrekku en Solveig var uppalinn á Glúmsstöðum í Fljótsdal. Hefur æskudalurinn með öræfa- frelsi sínu freistað Jóns og e.t.v. má sama segja um Solveigu. Vegurinn milli Aðalbóls og Kleifar í Fljótsdal er stysta leið yfir Fljótsdalsheiði. Var Solveig því alls ekki fjær sínum æskudal en áður. Þau voru á Aðalbóli til vorsins 1898. Er búskapur þeirra rakinn fyrr í þessum þáttum. Með þeim hurfu brott síðustu afkomendur 18. aldar landnema í Hrafnkelsdal. I þessum þáttum er rakin búskaparsaga fólksins meðan það lifði eða dvaldist á íslandi. Ekkert er tilgreint um daglegt líf þess, ástir, væntingar og vonbrigði, sigra eða ósigra í daglegu striti. Helstu heimildir Ritsafnið Ættir Austfirðinga eftir sr. Einar Jónsson. Tölur í svigum við nöfn persóna eru númer þeirra í Æ. Au. Þátturinn Hrafnkelsdalur og byggð þar eftir Halldór Stefánsson í ritinu Austurland, safn austfirskra frœða, 2. bindi, bls. 145 - 172. Kirkjubækur Hofteigs- Brúar - og Valþjófsstaðar - sókna eru meginheimildir en auk þeirra kirkjubækur fleiri sókna á Héraði. Islenskar þjóðsögur og sagnir, sem Sigfús Sigfússon safnaði. Þar eru nokkrar sagnir um seinni tíma fólk í Hrafnkelsdal og byggð þar. Vesturfaraskrá - Sagnfræðistofnun Háskóla íslands 1983. Engra heimilda er leitað í fornritum, né því sem um þau hefur verið ritað. Lokið í maí 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.