Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 13
Svefnósar
komum að ánni löbbuðum við yfir frum-
legustu brú á Islandi, hana skýrði Þorsteinn
Drekann .... Þegar yfir hana var komið,
kallar Þorsteinn til manna að stoppa. „Nú
standið þið á Ljóninu “, en svo heitir þessi
klettur, og síðan kynnti hann þau örnefni
sem áður voru upp talin. Og svo drituðu
menn sér niður umhverfis eldinn sem stóð á
tanganum fyrir neðan klettinn. Og þvílík
rómantík! Þarna sátu menn og sungu og
horfðu íeldinn eða íSkyggni sem umhverfið
speglaðist í. Þegar menn höfðu sungið las
Loftur Ijóð eftir Jónas HaUgrímsson. Þess
má geta að skáldinu bárust í byrjun
vígsluhátíðarinnar tveir blómvendir, sem
smiðirnir hjá Sigurði Blöndal [Gunnar
Ossurarson og Sveinn Olafsson, skýring
greinarhöf. ] afhentu honum. Um hálf eitt
var eldurinn að kulna og við löbbuðum
heim í h’öldkyrrðinni. “
Mörkin sofnuð - eða hvað?
Ég nefndi í upphafi að tilurð ljóðsins,
Sprunginn gítar, mætti rekja til mann-
fagnaðar við Svefnósa á árinu 1958. Með
árunum hefur þetta samkvæmi fengið á sig
ákveðinn blæ af dulúð, helgi og rómantík.
Það er út af fyrir sig ekki skrýtið því ljóðið
mun nú, á árinu 2000, vera ókunnugum
jafntorráðið og vekja ámóta spumingar og
gagnrýnendur glímdu við eftir útkomu
Heiðnuvatna 1962. Hvaða atburðarás er
skáldið að lýsa? Hvað gerðist eiginlega
þarna? Hverjir komu við sögu? Hafi
eitthvert samkvæmi orðið óvænt til þá var
það þetta; sannkölluð röð tilviljana.
Það er laugardagskvöld 19. júlí. Hægur
NA-andvari og dálítil skýjahula á himni.
Hitinn hafði, að sögn Palla, verið um 8,5
gráður kl. 22 en farið hæst í 16 gráður um
daginn. Starfsfólkið úr sveitinni, Sigga á
Hafursá, Baldur og Bragi og Sjúlla í Mjóa-
nesi voru farin heim til sín, eins og þau
Loftur og Elísabet við Grœnuborg. Ljósm.: G. G..
gerðu oftast um helgar. í matstofu verka-
mannabústaðarins sátu Loftur og Þorsteinn
yfir kaffibolla og ekki ósennilegt að Björg
Eysteinsdóttir hafi deilt stundinni með þeim
áður en hún fór í háttinn. Palli farinn að
sofa. Elísabet systir hafði fengið sér
göngutúr „inn í hús“ (verkamannabústað)
með Önnu mágkonu sinni til að spjalla við
einhverja á þessu óvenjurólega kvöldi.
„Gunnar var að gera við farmalinn hér
heima til kl. 12“, segir Elísabet í fyrmefndu
bréfi, en ég mun hafa bæst í hópinn strax að
verki loknu. Það spurðist að Sigurður
Þórólfsson væri hjá Guðmundi og Heið-
rúnu. Um kl. hálfeitt kvöddu þær Elísabet
og Anna. Við bræður og Þorsteinn urðum
samferða í háttinn litlu síðar og óskuðum
góðrar nætur. Hann stikaði léttstígur stiginn
niður í Mörk í áttina að Svefnósum og við
til Grænuborgar.
11