Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Síða 86
Múlaþing
Bernskuminningar um Borgu
Borga var óvenju lítil og nett kona, prúð í umgengni, brosmild og skapgóð.
Hún var dugleg við tóvinnu, kemdi, spann, tvinnaði og prjónaði til hins síðasta.
Hún sauð margs konar jurtaseyði sér til heilsubótar og þvoði hendur sínar einu
sinni á dag upp úr eigin hlandi til að halda þeim mjúkum.
Borga kom oft í Kross og gisti nokkrar nætur. Hún hafði ánægju af að grípa
í verk og hafði frá ýmsu að segja. Hún vildi að við krakkarnir lærðum góða siði
og það var til dæmis ekki sama í hvaða röð matur var borðaður. „Þið skuðuð byrja
á því að borða þetta, svo megið þið borða hitt en geyma þetta héma þangað til
síðast.“ Við spurðum hvers vegna. Borga sagði ákveðin á svip: „Maður á alltaf
að geyma það besta þangað til síðast.“
Á Miðhúsaseli hafði Borga sitt eigið herbergi og reyndi að fylgjast með
tilverunni utan dyra sem innan. Hún sagði eitt sinni við Svein þegar hann kom
heim eftir fjársmölun norðan úr heiði: „Nú held ég þér líði vel, nýkominn ofan úr
blessuðu fjallaloftinu sem er svo heilnæmt." Sveini þótti ekkert til um þetta,
þreyttur eftir smalamennskuna og svarar: „Þú getur nú veitt þér það núna að láta
þér líða vel. Farðu hérna út fyrir húshornið og gaptu á móti froststorminum sem
stendur af heiðinni, þá færðu nóg af fjallalofti.“ Borga gerði þetta en kvefaðist.
Borgu þótti gott að borða egg, henni gramdist að sjá Björgu baka úr þeim
brauð og spurði önug. „Hvað ætlarðu nú að fara að drulla“? En þegar Björg kom
úr hænsnakofanum spurði Borga: „Gáfu þær þér nokkuð?“
Borga gerði sér áhyggjur vegna barnleysis hjóna sem hún þekkti vel en
bjuggu í fjarlægð. Spurði hún oft Björgu þegar hún hafði talað í síma við konuna
á þessum bæ. „Nefndi hún nokkuð?“ En aldrei nefndi konan það sem Borga
vonaðist eftir. Á endanum sagði Sveinn að það væri víst alveg útilokað að þessi
hjón gætu eignast barn. Borga hugsaði sig um en segir síðan: „Eg held að þau
ættu bara að reyna sitt í hvoru lagi.“ Borga talaði stundum um hvað margt hefði
verið betra í Meðalnesi þegar hún var þar. Til dæmis sagði hún að útvarpið í
Meðalnesi hefði verið ólíkt skemmtilegra en útvarpið á Miðshúsaseli.
Gamall siður var að gefa bændum daga á þorra, en konum daga á Góu.
Borga gerði sér áhyggjur af þessu, og fannst máli skipta, hvort byrjað var framan
eða utan á hreppnum. Einhver ágreiningur var um þetta, milli Borgu og Sveins, og
vildu bæði ráða. Nú var konudagur liðinn og Borga gekk friðlaus aftur og fram um
ganginn því óvissa ríkti enn um það hvort Bergljót í Hrafnsgerði eða Dagný í
Skógargerði myndi hreppa daginn. Sveinn nefndi óróleika Borgu piparrás og
fékkst ekki um. Björg spyr þá Borgu, hvort nokkuð ami að henni? Borga svarar.
„Sveinn vill fara utan á þær“ „Nú hverjar?“ Spyr Björg. „Konurnar“ svarar Borga.
V_______________________________________________________________________________)
84