Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 138
Múlaþing
Vöðlahöfn á Landsenda, um 1930. Frá vinstrí; Vilhjálmur Jónsson, f. 24.10.1889, Magnús Jónsson, f.
10.11.1900, Lars Jónsson, f. 20.5.1904, Stefán Jónsson, f. 26.5.1897, Páll Guðnason, f. 14.9.1900, Lúther
Guðnason, f. 30.10.1896 og Þórarinn Guðnason, f. 8.6.1892. Ljósm. Ingólfur Hallgrímsson, Eskifirði.
Foreldrar Önnu voru bæði ættuð úr
„Víkinni“ og náskyld. Guðni var sonur
Þórarins Pálssonar en Sigurborg dóttir
Eyjólfs Jónssonar bónda á Vöðlum, en
Eyjólfur var sonur Jóns Andréssonar og
Kristínar Jónsdóttur á Vöðlum. Guðni og
Sigurborg voru að öðrum og þriðja frá
Andrési á Vöðlum en þremenningar frá Jóni
Árnasyni á Streiti.
Móðir Önnu Guðnadóttur dó þegar hún
var á sjöunda ári. Guðni giftist aftur Önnu
Hansdóttur. Hann fór ekki langt að sækja
seinni konuna. Móðir Önnu Hansdóttur var
Solveig Jónsdóttir Andréssonar frá Vöðl-
um. Konur Guðna voru því systkinabörn
frá Jóni Andréssyni.
Anna Guðnadóttir bjó í Vöðlavík og var
bústýra hjá Þórarni bróður sínum á Vöðlum.
Hún giftist ekki en eignaðist eina dóttur.
Lilju Sverrisdóttur f. 25. desember 1915,
faðir hennar var Sverrir Sverrisson á Norð-
firði. Maður Lilju var Þorvarður Guð-
mundsson frá Karlsstöðum og bjuggu þau
lengst á Eskifirði. Dætur þeirra eru þær
Ásta og Anna sem eru heimildarmenn í
þessari frásögn. Árið 1947 flutti hún inn á
Eskifjörð til Lilju dóttur sinnar og lést þar
26. mars 1973.
Staðhættir
Séra Hallgrímur Jónsson prestur á
Hólmum samdi sóknarlýsingu Hólmasókn-
ar í nóvember 1843. Hann segir um land-
kosti Vaðla. „Þar rétt góður útigangur og
sæmilegur heyskapur; snjóflóða og skriðu-
hætt og gengur því jörðin heldur af sér.“
Vilhjálmur Jónsson sem fæddur var og
uppalinn á ímastöðum í Vöðlavík og bjó
136