Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 21
Sprunginn gítar
hœ! frelsistáknið: hafið við ský
í rauðum og þjótandi prímusloga.
Upp af goðumþekkri dreypifórn
spretta gullsteinbrjótar á klapparnefinu;
og gestafullið af kubbuðum stút
signir óséð hönd sem festarminni
tíma
og eilífðar —
tunglskinsföl hönd og aldurvana.
IV.
Mansöngsraddir heimsendakórsins
blása mœðinni uppi' í efstu rimum
tólf-sinnum-tólf-tóna-stigans,
og Tenórinn ölvi og gítar hans
hneggja frá nirvana sœlugauksins
og sáldra þaðan maurildaperlum
yfir hópinn í grasinu á fjarlœgri strönd
fornra hlóða, þar sem nývakinn eldur
fer sínum heitu forvitnisglömpum
um form þyrstra aldinbrjósta
— ó, dimmblái fjóluvöndur,
ó, fastnaða lífsblóm Ýtumannsins,
já, vermdu þig betur, Yrpa litla,
unghryssan koparfexta —
og söngstjóri! þunglama fugl
með svitann í grœnum skeggstubbunum,
hef þig til flugs! og truttaðu' á eftir
heimsendakórnum, láttu bassana
opna betur undirdjúpin,
já einmitt, beittu veldissprotanum —
reyksvartri
reyrflautu Pans------
V.
Bálið tœir viðarflóka,
bálið spinnur logakembur,
bálið slöngvar geislastrengjum
í himinlygnuna, stjörnukvika.
Bálið skorðað í lœkjarhlóðum,
bálið draumaskip á grunni hylsins,
bálið fjötrað í lendataugum,
það er laust, það stendur úr opnu gini
básúnunnar—
Blú-berrí-hill!
Blúberríhill, ég tek þig þangað,
tek þig þangað hvort þú vilt eða ekki,
tek þig þangað, ó, gleymskan bíður þín,
angan á milli tveggja þúfnakolla.
Til Blúberríhill, þar sem eldingin sefur
— til Blúberríhill, þar sem alltaf er laugard
Blúberríhill, þar sem -klukkur standa
og aldir fljóta burt í lygnum hindaraugum
Blúberríhill — ó!
tak vora sorg.
VI.
Hún líður fram um Mörkina
léttar en svefninn
léttar en skugginn,
og trén við götuslóðann
sveigja á veg með henni
sveiflast og titra
svigna og hrísla
dögginni hvert á annað.
Ó, hár hennar! söknuður vinda —
og haustlaufavœngirnir tveir:
hjúpur og skuggsjá lendanna,
öfund fiðrildanna —
19