Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 34
Múlaþing
um hefur verið að slægjast í dalnum fyrr á
öldum. I sýslulýsingu af norðurhluta Múla-
sýslu frá 1745, eftir Þorstein Sigurðsson
sýslumann á Víðivöllum í Fljótsdal, eru
nefndir tveir óbyggðir dalir á þessum öræf-
um, Laugarvalladalur og Arnardalur og eru
þeir sagðir mjög sendnir, en þó er þar góð-
ur grasvegur fyrir hesta á vetrum.7 Þetta
kemur vel heim og saman við lýsingu af
Arnardal frá síðustu öld, sem birtist í 4. ár-
gangi Austra 1887. Sú frásögn er þeim mun
fróðlegri að þar er umsögn af gróðurfari
dalsins bæði fyrir og eftir Öskjugosið 1875.
Einnig er getið munnmælanna um dvöl Þor-
steins Jökuls á Dyngju í Arnardal.
Þessi fróðleikur er í þjóðsögu er nefnist
Gunnlaugur og Solveig. En það er sagan af
Gunnlaugi Árnasyni er deyddur var í Hrafn-
kelsdal 1749. Frásögn þessi hefst á þessa
leið:
„Þorkell hét maður, er kallaður var hinn
heimski. Hann bjó á Eiríksstöðum á efra
Jökulsdal. Vel var hann fjáreigandi. Því var
hann kallaður Þorkell heimski, að hann
þótti kynlegur í mörgu og óorðvar. Hann
var einn af afkomendum Þorsteins Jökuls,
sem bjó á Brú á Jökuldal, óðalsjörð sinni,
þegar plágan mikla byrjaði árið 1402. Þeg-
ar hann frétti að bráðasóttin gekk yfir land,
og aleyddi víða bæi helzt í láglendum og
fjölmennum héröðum, tók hann upp bú sitt
frá Brú og flutti það allt á „Dyngju” í Arn-
ardal. Sá dalur er lengst vestur á Brúarör-
æfum nær Jökulsá á Fjöllum, og var þá vel
grasi vaxinn; nú er hann mjög blásinn, þó er
þar enn góð beit fyrir hesta sumar og vetur,
einkum á melgresi, og hafa þeir haldið þar
holdum, og sumir gengið allan vetur úti.
Þessi dalur liggur í hinni afar miklu land-
eign Brúar“. Hér endar lýsingin í sögunni
en neðanmáls er viðbótarlýsing sem sýnir
glögglega að þjóðsagan er færð í letur áður
en „Yfir hrundi askan dimm, átjánhundruð-
sjötíuogfimm”. En sá sem birti söguna í
Austra 1887 gæti hafa verið eitthvað kunn-
ugur dalnum eða haft lýsingar af honum eft-
ir öðrum og þótt vera ástæða til að geta um
eyðilegginguna eftir Öskjugosið.
Gunnlaugur á Eiríksstöðum gæti vel
verið heimildarmaður að þessum lýsingum,
einkum ef stafirnir S.E, undir sögunni í
Austra tákna nafn Sæbjarnar Egilssonar á
Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal.
Viðbótin hljóðar svo: „Amardalur liggur
frá austri til vesturs og er fremur grunnur,
og eru Möðrudalsfjallgarðar nyðra megin
hans en að sunnan myndast hann af sand-
hryggjum. Honum hallar til vesturs og fell-
ur á eptir honum - Arnardalsá - og í Jökulsá
á Fjöllum. Fram að eldgosinu 1875 vom í
Arnardal allmiklir hagar á flóadrögum og
mellöndum, sem eyddist þá algjörlega af
öskufallinu. Nú er aptur að vaxa melgras
og dalurinn heldur að ná sér og er þar nú
aptur komin hesta beit. í hól nokkrum utar-
lega í dalnum er byggt hreysi handa þeim
mönnum sem vitja þangað um hesta á vetr-
ardag, því mjög er langur vegur þaðan til
næstu byggða, Möðrudals eða Brúar. Am-
ardalur sézt ekki á uppdrætti íslands eins og
fleira á þeim öræfum. „Dyngja” er nú mel-
hæð allstór innan til í dalnum, nú uppblásin
og graslaus, en allmiklar steinaraðir standa
þar enn, sem bera þess vott að fyrr hafi þar
verið byggð eigi all-lítil”.
„Hálfan Arnardal að öllum gæðum,“
segir í fyrrnefndum vitnisburði 1532.
Greinilegt er að það er eitt af dalsins gæð-
um að koma þangað hrossum til hagagöngu
á vetrum. Hafa sjálfsagt slík jarðargæði
legið í þessu landi frá fornu fari. Til þess
gæti bent hið gamla ítak Skaftafells í Öræf-
um: „Beit 14 hrossum á Möðrudalsöræfum
er jörðinni eignuð um sumartíma Kross-
7Sýslutýsingar 1744-1749. Bls. 288
32