Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 80
Múlaþing
Hallgrímur Helgason frá Droplaugarstöðum
minnast Egilsstaðaheimilisins, húsbænd-
anna þar, sem hún sagði þá bestu sem hún
hefði átt. Borga sagðist hafa rakað út á
Egilsstaðanesi og heyjað var þar fram á
haust, sagði hún.
Ekki þarf að efast um að Borga hefur
verið húsbændum sínum hugljúf og góð og
ekki þurfti að lappa upp á handbragð
hennar. Þau Ástríður og Guðmundur hafa
líklega kynnst á Egilsstöðum og hann þá
verið vinnumaður þar og þaðan fara þau
líklega í Ormarsstaði, sem fyrr getur. Þar
man ég eftir Borgu sem vinnukonu. Eftir
það varð lífsganga þeirra í Fellum, nema
Borga llutti 1 til 2 ár austur á Völlu, í
Gíslastaði, til Benedikts og Sigríðar er þar
bjuggu vorið 1923. Þar undi hún sér ekki
lengi því hún er komin aftur í Fell 1926,
líklega í Meðalnes til Sölva Jónssonar og
Helgu Hallgrímsdóttur, frænku sinnar.4
Gamall kunningsskapur mun hafa valdið
vistum Borgu á Gíslastöðum og hafa þær
mæðgur líklega dvalið þar eitthvað áður en
þær fóru í Egilsstaði. Eftir þetta var heimili
Borgu alltaf á fjórum bæjum í Fellum:
Ormarsstöðum, Refsmýri, Meðalnesi og
Miðhúsaseli. Hún flutti sig aldrei nema
bæjarleið. Þær mæðgur skildu eiginlega
aldrei, var mjög kært með þeim.
Ástríður og Guðmundur voru til æviloka
á Ormarsstöðum. Ástríður var mjög veik
undir það síðasta og hafði ekki fótavist.
Borga var þá komin í Refsmýri. Hún gekk
daglega inneftir til að hlynna að móður
sinni og síðustu næturnar vakti hún yfir
henni. Hún dó eftir áramótin 1922. Hún
var myndvirk, tóvinnukona hin besta og
virðist það hafa gengið í ætt til Borgu.
Ástríður sá líka um rúgbrauðsbökun á
Ormarsstöðum, úti í hlóðaeldhúsi, meðan
hún hafði krafta til. Brauðin voru bökuð í
stórum potti. Það þurfti mikið að baka
handa 12 manns í heimili, eins og lengi var
á Ormarsstöðum.
Það varð Borgu heilladrjúgt veganesti á
langri vegferð að í æsku naut hún ástríkis
móðurinnar sem aldrei brást meðan báðar
lifðu en Einar, faðir hennar, sýndi henni
aldrei neina umhyggju fremur en hún væri
ekki til. Ástríður sá til þess í allri sinni
fátækt og flækingi að Borga varð aldrei
bitur út í lífið. Móðurástin mótar sálu
mannsins og eftir henni fer líf okkar.
AlltlékíhöndumBorgu. Húnvarmesta
tóvinnukona, tók daginn snemma og leit
varla upp úr tóskapnum allan veturinn.
Hún var vönd að ullinni, spann úr henni
hárfínt band, prjónaði úr því skotthúfur,
herðasjöl og útprjónaða vettlinga, mikil
41. des. 1920 er Borga skráð til heimilis í Refsmýri og 1. des 1930 á Miðhúsaseli, skv. manntölum.
78