Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 146

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 146
Múlaþing Brœður í Böðvarsdal; Gunnar, Hannes, Jón og Einar Runólfssynir. Ljósmyndari S. Kristjánsdóttir, Vopnafirði. Héraðsskjalasafn Austfirðinga 00-60- 1568. Járngerður hafa þó flutt að Víðivöllum ytri ekki síðar en 1784, því þau eru þar í manntalinu 1785, hann 30 ára, hún 35 ára og börnin: Jón 6 ára, Hannes 4 ára, Guðrún 2 ára og Kristín Jónsdóttir tökubarn 14 ára, líklega hálfsystir Magnúsar því hún er ekki þá með móður sinni á Hóli. Þau eru á Víðivöllum 1790 og þá er Sigríður fædd 3 ára, einnig Guðrún Finnbogadóttir, ein vinnukona og tveir niðursetningar, stúlkur. Magnús hlýtur að hafa verið með nokkuð stórt bú. Þau flytja í Bessastaði og þar fæddist annar drengur, sem hlaut nafnið Jón. Kom þar til þeirra ekkja, með börn sín, Guðrún Þorsteinsdóttir, áður mágkona Járngerðar og var gift Jóni bróður hennar. Var á annan tug fólks í heimili. Vorið 1796 flyst tjölskyldan í Galtastaði ytri í Tungu og bjó þar fram yfir aldamótin. Voru þar með öll börnin 1801. Síðast bjuggu þau á Hrafnabjörgum í Hlíð. Eru þar 1816 með þrjú uppkomin börn. Tengsl urðu milli tveggja fyrstu fjölskyldna á Vað- brekku. Meðal afkomenda beggja má aftur nefna Runólf Hannesson í Böðvarsdal (rakið Magnús-Hannes-Magnús-Hannes- Runólfur). Olíklegt er að Magnús Jónsson hafi verslað á Vöpnafirði, því hann kom úr Fljótsdal. Hefur þá verslað í Stóru - Breiðuvík og á Eskifirði meðan hann bjó á Vaðbrekku. C. Andrés Erlendsson á Vaðbrekku. Samfelld byggð hefur verið á Vaðbrekku frá 1770. Um 1784 flytjast þangað hjónin Andrés (2088) Erlendsson frá Klausturseli, f. 1744 og Guðrún (9878) Jónsdóttir frá Hróaldsstöðum í Vopnafirði, bæði ættuð úr sínum æskusveitum eins og tilgreint er í Ættum Austfirðinga. Andrés hefur verið kunnugur í Hrafnkelsdal, því hann var frá næsta bæ austan Jöklu, þótt um 17 km séu á milli, þekkti aðstæður og aðdráttaleiðir. Kirkjubók segir sex manns í heimili árið 1789: hjónin, synir þeirra: Jón þá tvítugur og Guðmundur 15 ára, Erlendur (2067) faðir bónda og fyrr bóndi í Klausturseli og tökustúlkan Guðný Eiríksdóttir 22 ára. Skemmst er frá því að segja að Andrési og síðar Jóni syni hans tókst með harðfylgi að búa áfram í Hrafnkelsdal og hafa oft þurft að beita góðum úrræðum og fyrirhyggju sér og sínum til lífsbjargar. Ibúar Hrafnkelsdals munu hafa verslað á Eskifirði á þessum tíma. Þar hófst verslun 1786 en var áður í Stóru-Breiðuvík. Hvergi á Austurlandi var eins langsótt í kaupstað og ekki hægt fyrr en komið var fram á sumar, 144
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.