Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 148
Múlaþing
„Ibúar Hrafnkelsdals munu hafa verslað á Eskifirði á þessum tíma. Þar hófst verslun 1786 en var áður í
Stóru-Breiðuvík. Hvergi á Austurlandi var eins langsótt í kaupstað og ekki hœgtfyrr en komið var fram á
sumar, heiðar runnar og hestar orðnir velfœrir til slíkra ferða. “
Frá Eskifirði. Útsýni yfir til ssa yfir þorpið og fjörðinn.
Ljósmund Nicoline Weywadt um 1890. Héraðsskjalasafn Austfirðinga
um 1770, ólst upp með foreldrum sínum,
fyrst í Klausturseli og kom með þeim að
Vaðbrekku um 1784. Hann varð mjög
þekktur fyrir snerpu og fjör, sagður geta
hlaupið á móti hesti. Hefur verið nafn-
kenndur Fríski-Jón. I X. bindi af þjóðsögum
Sigfúsar Sigfússonar er sagt um þá bræður:
„Jón var allra manna frástur og fjörmestur
og Guðmundur ærið harðger.“ Þar er einnig
nánari lýsing á Jóni, sem „var í hærra lagi,
herðabreiður, miðmjór og vel limaður,
hvasseygur, harðeygur og snareygur, hærð-
ur mikið og vel með skegg er huldi brjóst
hans. Var hann glæsimenni í sjón,- annálað-
ur göngugarpur og hlaupamaður,- Ekki var
hann þó kallaður að sama skapi sterkur
maður en allra manna þótti hann snarastur“.
Eftir sögnum að dæma virðist hann hafa átt
frumkvæði til athafna og verið ötull. Þess
vegna hefur faðir þeirra bræðra heldur
viljað láta hann hafa Vaðbrekku eins og
raun varð á.
Jón hóf búskap á Glúmsstöðum í
Fljótsdal vorið 1793 og kvæntist 1. septem-
ber um haustið Solveigu (2465) Eiríks-
dóttur, f. um 1772 Runólfssonar, sem bjó á
Brú um 20 ára skeið fram til 1784 er hann
fluttist í Fljótsdal. Eiríkur dó á Arnheiðar-
stöðum árið 1794 úr „langvarandi brjóst-
veiki“. Kona hans var Vilborg Pálsdóttir frá
Þorgerðarstöðum í Fljótsdal (2462). Mjög
sérstæð sögn úr móðurætt Eiríks er: Móðir
hans hét Margrét og var dóttir Vermundar
nokkurs og Kvenborgar Jónsdóttur, sem um
er sagt að þau hafi verið sunnan af landi og
eitt sinn í hallæri fengin til að verja húsbroti
á Brú og síðan flendst hér eystra. (Ættir
Austfirðinga bls. 252).
Jón og Solveig búa fyrsta árið á
Glúmsstöðum, annað ár á Þuríðarstöðum og
146