Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 20
Múlaþing
ÞORSTEINN VALDIMARSSON
SPRUNGINN GÍTAR
i.
Mörkin er sofnuð á júlíkvöldi,
aS morgni er dagur sólar.
Yfir mörkinni dregur silfurblístrið
þráð sinn í bryddingar skýjanna;
niðr' í moldinni krœkir það leynistigu
og losar um svefn trjánna;
( logninu skjálfa aspirnar,
og blísturlagið'góða
seilar þœr upp á eyrunum
og lyftir þeim hœrra og hœrra
móti himindöggvum og kvöldskini
í aldingarð lœvirkjanna.
Dreymi' ykkur vel, segir blístrið
og heldur dvínandi leiðar sinnar
yfir Drekabrúna á Kerlingará,
þar sem skógartjaldið speglast,
hvítt eins og lítið Maríuský,
í hylnum hjá Eldatanga;
við hlóðina gutlar lœkurinn,
og skuggi, tunglskinsbleikur,
hvílir líki sitt þar á steininum
og starir í kulnaðar glœður,
starir í heima einn og tvo —
það er Merlín og gœtir drauma.
II.
Merlín hvíslar á lœkjatungu
lindún, reíga lindún
inn í Ijúfa svefnró Maríutjaldsins
reíga, reíga lindún
ber lœkjarniðurinn hálfkveðin orð
lindún, reíga lindún
Ijúflingatöfurs og mánagœlu
reíga, reíga lindún.
Ó, barn mitt, söngraddir herskaranna
og hljóminn úr strengjum Appolós
lindún, lindún
og laggardögg af ódáinsvíni
af tryllingi, harmi og ástarbríma
reíga lindún
já, dómsdagslúðurinn, þó það nú vœri
og þokkadísir og skógarpúka
reíga lindún
og líknsaman dauða með morgungeislunum
lindún
lindún reíga lindún reíga lindún.
III.
Eg vitja þín œska —
Vaki sofendur skógarins
— um veglausan mar —
Frá glaumþyrstri básúnu upprisunnar
dunar kallið á undrandi Mörkinni,
og Klapparljónið og Drekabrúin
kalla á móti og skjálfa
undir óþreyjufótum blysfaranna.
Fífunni' á höfði kyndilberans
feykir hátt yfir bjarkartoppunum —
18