Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Page 131
Oddný á Vöðlum
...m.a. þurfti að smala út í Gerpi, sem erflugbrattur í sjófram ... Ljósm.: SGÞ, 1. september 2000.
Karlsstöðum og þau fá ágætan vitnisburð
hjá Hólmaklerki, m.a. segir um Solveigu í
húsvitjunarbók að hún sé „uppbyggileg
kona“.
Það er líklegt að heimasætan á Karls-
stöðum hafi alist upp við nokkurt eftirlæti,
og af því sem á eftir fer þá er hægt að álykta
að hún hafi alist upp við sjálfræði og m.a.
ekki vílað fyrir sér að fara um kletta og
klungur, en nóg var um slíkt í nágrenni
Vöðla, m.a. þurfti að smala út í Gerpi sem
er flugbrattur í sjó fram.
Oddný og Páll
Það hefur fljótlega farið að neista á milli
unga fólksins á Vöðlurn. Þann 29. ágúst
1817 elur Oddný dreng sem skírður er
Halldór og er faðir hans Páll Jónsson;
kirkjubókin segir okkur að foreldrarnir séu
vinnuhjú á Vöðlum.
Fjórum dögum seinna, 2. september
1817, elur Kristín Jónsdóttir stúlku sem
skírð er Kristín og er faðir hennar Jón
Andrésson. Jón og Kristín eru skráð hjón á
Vöðlum. Skráning klerks á guðfeðginum
Kristínar litlu er óvenjuleg og persónulegri
en gerist og gengur, þau eru Andrés afi, Páll
Jónsson vinnumaður og Kristín amma.
Samkvæmt því sem hér kemur fram þá
hafa þau Jón og Kristín gift sig áður en
barnið fæddist. Páll og Oddný draga þetta
hins vegar. Samkvæmt hreppsbókum
Reyðarfjarðarhrepps hins forna þá er Páll
orðinn bóndi á Vöðlum á móti Jóni mági
sínum Andréssyni 1818. Það ár tíundar
hann 1 kú, 1 kvígu og 19 ær, árið eftir er
sagt að hann búi við „nokkur efni“. Líkast
til er Oddný bústýra hans þessi ár þótt það
dragist hjá þeim að gifta sig. Það er svo 12.
júní 1820 að þau ganga í hjónaband. Þeim
fæðast nú 3 börn á jafnmörgum árum.
129