Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Síða 135
Oddný á Vöðlum
orðin húskona í Gerði. Þar býr Þórarinn
með nokkra ómegð en auk þess er Þorleifur
Jónsson hálfbróðir hans talinn þar bóndi.
Þessi skipan helst 1861. Árið 1862 dynja
einhver áföll yfir Þórarinn og Guðlaugu í
Gerði, heimilið er leyst upp, hjónin eru
vinnuhjú á Högnastöðum en börnin eru
komin á sveitina, sitt á hvern stað, Oddný er
í Sómastaðagerði og þar er eitt barna
Þórarins, Guðrún, ef til vill í skjóli ömmu
sinnar.
Þórarinn og Guðlaug ná síðan til sín
hluta af barnahópnum 1863 og eru með
Guðrúnu og Guðna á Sómastöðum til 1866.
Árið 1867 fara þau að Högnastöðum með
Guðna með sér og þar dó Þórarinn 14. júní
það ár.
Eftir að heimilið í Gerði leystist upp þá
fer Oddný að Seljateigshjáleigu til Guð-
mundar sonar síns Jónssonar og konu hans
Sigríðar Oddsdóttur sem bjuggu þar. Þang-
að er Oddný komin 1863 og þar dvelur hún
til dauðadags 26. september 1866. Erfiðri
ævigöngu var lokið, væntanlega var Oddný
Andrésdóttir södd lífdaga þegar hún kvaddi
þessa jarðvist. Hún hafði tekist á við og
staðist strangara próf en gengur og gerist.
Börnin
Oddný ól 14 börn, af þeim komust til
aldurs 4 börn af fyrra hjónabandi og 6 af
síðara hjónabandi.
Eg mun hér gera stuttlega grein fyrir
afdrifum þeirra eins og ég hefi heimildir
um.
Halldór Pálsson fór ungur í vinnu-
mennsku, hann fermdist 1831 og fær þann
vitnisburð að vera „vel að sér og ráðvand-
ur.“ Hann kemur 1844 til Jóns og Oddnýjar
í Kolmúla, þaðan liggur leið hans í kjölfar
Jóns bróður síns að Einarsstöðum í
Stöðvarfirði, þaðan fer hann að Dísastöðum
í Breiðdal og að Sléttu í Reyðarfirði og
Vöðlar í Vöðlavík. Ljósm.: Hrafnkell A. Jónsson.
þaðan til Stöðvarfjarðar 1847; það ár týni
ég honum . Hann finnst síðan í kirkjubók
Kálfafellsstaðar í Suðursveit. Halldór
drukknaði í Hestgerðislóni í Suðursveit 13.
mars 1850. „Þessi maður átti heima austur í
Múlasýslu. Var hér á höstugri ferð og
drukknaði hér í Hestgerðislóni, sem þá var
lagt með ís vondan en þoka var mikil“ segir
í prestþjónustubók. Líkið fannst alllöngu
síðar og var jarðsett 1. maí 1850.
Jón Pálsson mun hafa farið í fóstur til
frændfólks síns að Víðirlæk í Skriðdal eftir
að faðir hans dó. Á Víðirlæk bjuggu Jón
föðurbróðir hans og Oddný ömmusystir
hans, með þeim flutti hann að Jórvík í
Breiðdal 1829. Jón kemur úr Breiðdal í
ímastaði til móður sinnar og stjúpa 1836,
það ár fermist hann og fær þann vitnisburð
133