Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 147
Börnin á Vaðbrekku
heiðar runnar og hestar orðnir vel færir til
slíkra ferða.
Kaupstaðarleiðin frá Vaðbrekku lá yfir
Hrafnkelsá skammt frá bæ, yfir Hölkná
sunnan við þar sem hún fellur í Jöklu, austur
yfir Rana að norðurenda Eyvindarfjalla, þar
yfir Eyvindará og á Bessastaðaveg, sem
liggur austur að gili Bessastaðaár og niður á
sléttlendi Fljótsdals. Eru nærri 30 km. milli
byggða. Áfram var haldið yfir Jökulsá í
Fljótsdal, með henni og Lagartljóti gegnum
Hallormsstaðaskóg og gamla leið yfir
Hallormsstaðaháls (Hálsveg) til Skriðdals og
yfir Grímsá í grennd við Mýrar, þaðan er
stefnt inn í Þórudal, um hann miðjan er
sveigt til vinstri inn í Brúðardal, sem liggur
upp á varp Þórdalsheiðar, þaðan niður
Áreyjadal til Reyðarfjarðar, út með firðinum
á Hólmaháls og inn á Eskifjörð. Kaupstaðar-
ferð sú hefur vart tekið minna en viku á
góðum hestum auk þess sem veður gátu tafið
för. Varla hafa Vaðbrekkumenn sótt í
kaupstað til Vopnafjarðar af því að yfir Jöklu
var að fara. Pétur Guðmundsson gæti þó hafa
verslað þar því hann bjó áður norðan ár, á
Brú og Hvanná.
Líta má á hvað sr. Vigfús Ormsson á
Valþjófsstað segir í sóknarmannatali árið
1790. Sama fólk er á Vaðbrekku og árið áður
en að auki 10 ára „niðurseta" Jón Finnboga-
son sem „hefur verið hjer í 5 ár, skrifar
stafina og kann fræðin og ei ann-
að.“Athugum hvað býr undir þessari
umsögn.
I fyrsta lagi er hér umsögn um kunnáttu
þessa 10 ára drengs og sýnir að honum hefur
verið kennt að draga til stafs og kann nokkuð
í barnalærdómi af því sem honum verið sagt
á heimilinu en er vart nógu vel læs að dómi
prestsins. En í annnan stað segir
vitnisburðurinn líka að Andrés og fjölskylda
hans hafi flust að Vaðbrekku ekki síðar en
1785 og líklega 1784 við brottför Magnúsar
Jónssoonar að Víðivöllum ytri. Má því telja
fullvíst að samfelld búseta hafi verið á
Vaðbrekku frá því að Pétur Guðmundsson
settist þar að árið 1770. Magnús Jónsson og
fjölskylda hafa áreiðanlega komið þangað
ekki síðar en 1779, eftir brottför Péturs.
En Jón Finnbogason ólst upp á
Vaðbrekku og varð þar vinnumaður. Hann er
þar í manntali 1801 en lést á Brú 22. apríl um
vorið. Ministerialbók Hofteigsprestakalls
segir hann hafa látist „af loft-slagi“, hvað
sem átt er við með því. Geta má þess til að
hann hafi orðið fyrir eldingu. En hann er ekki
nefndur í manntalinu 1789. Það var fært af
öðrum presti sr. Hjörleifi Þórðarsyni, sem þá
var mjög aldraður (f. 1695).
Næstu ár er að mestu sama fólk á
Vaðbrekku. Gamli bóndinn Erlendur, lést
árið 1791. Árið 1793 er Jón Andrésson
kominn í Glúmsstaði í Fljótsdal. Ári síðar
eru aðeins fimm manns í heimili; hjónin,
Guðmundur, Jón Finnbogason og Katrín
Eiríksdóttir, sem fluttist ári síðar að Aðalbóli.
Þar var lengi faðir hennar, bróðir Guðrúnar
Jónsdóttur, húsmóður þar.
Árið 1796 eru níu í heimili, því Jón
fluttist heim með konu sína, Solveigu, og
tvær ungar dætur. Margrét Eiríksdóttir, systir
Solveigar, fluttist með þeim úr Fljótsdal og
var vinnukona á Vaðbrekku í átta ár. Virðist
búskapurinn hafa haldist í góðu formi fram
yfir aldamótin. En vorið 1805 selur Andrés í
hendur Jóni allan búskap á Vaðbrekku.
Gömlu hjónin fluttust þá með Guðmundi
syni sínum að Sturluflöt í Fljótsdal, er hann
hóf búskap þar. Urðu þá þáttaskil í lífi
fólksins á Vaðbrekku. Kjör bræðranna, Jóns
og Guðmundar urðu næsta ólík og bama
þeirra ekki síður. Verður brátt vikið að
Guðmundi Andréssyni og niðjum hans.
Jón Andrésson á Vaðbrekku.
Jón (2069) Andrésson, f. á Eiríksstöðum
145