Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 79
Hallgrímur Helgason*
Þáttur um Vilborgu
Einarsdóttur
Vilborg (Borga) fæddist á Geirólfs-
stöðum í Skriðdal 7. apríl 1868
(skv. kirkjubók Hallormsstaðasókn-
ar). Fæðing hennar varð Héraðsfræg.
Móðirin var Ástríður Filipusdóttir, 19 ára
vinnukona hjá þeim hjónum Helga Hall-
grímssyni og Margrétu Sigurðardóttur á
Geirólfsstöðum, fædd 18. sept. 1849 á
Rannveigarstöðum í Álftafirði. Lýsti hún
föður að barninu Einar, son þeirra Geirólfs-
staðahjóna, sem sagt var að hefði verið 12
ára þegar þetta gerðist. Það fylgir sögunni
að Margrét hafi tekið strákinn og hýtt hann
rækilega fyrir þetta uppátæki. Átti Einar að
hafa sofið fyrir ofan hjá vinnukonunni
vegna þrengsla í baðstofunni, með þessum
afleiðingum.1
Ýmsar sögur gengu af klækjum
Margrétar á Geirólfsstöðum (Geirólfsstaða-
Möngu) hér í uppsveitum Héraðs en þær
fymast nú óðum nema ritaðar séu. Haft var
fyrir satt að Margrét hálfsvelti Ástríði á
barnasænginni.2 Trúlega hafa þær mæðgur
haft sig fljótt í burtu frá Geirólfsstöðum og
veit ég ekki hvert slóð þeirra lá næstu árin.
Ástríður var vinnukona alla sína æfi og
Borga mun hafa fylgt móður sinni meðan
báðar lifðu, eða verið í næsta nágrenni við
hana.
Ástríður tók saman við Guðmund
nokkurn Eiríksson sem einnig var sunnan úr
Álftafirði (e.t.v. frændi hennar, f. 1845 á
Starmýri). Þau eignuðust ekki börn. Þau
réðust vinnuhjú að Ormarsstöðum í Fellum,
hjá Þórarni bónda Sölvasyni og Guðrúnu
Árnadóttur konu hans.3
I mínu fyrsta barnsminni, 1913 til -14,
man ég eftir þeim á Ormarsstöðum. Áður
munu þau hafa verið á Utvöllum. Borga
var þá farin að vinna og var m.a. vistuð til
Egilsstaðahjóna, Jóns Bergssonar og Mar-
grétar Pétursdóttur. Gæti ég trúað að þær
mæðgur hafi dvalið þar einhver ár og Borga
hafi eitthvað passað yngstu syni þeirra:
Berg og Pétur. Vissi ég að þeir bræður viku
kunnuglega að Borgu og heyrði hana oft
*Hallgrímur lést 1993. Greinin er birt með leyfí sonar hans Helga Hallgrímssonar.
^Samkvæmt „Búkollu“ var Einar fæddur 14.5.1848 og hefur því verið orðinn tvítugur þegar þetta gerðist. Þetta er gott dæmi um
hvemig þjóðsögur myndast.
2 í munnmælum andar heldur köldu í garð Margrétar á Geirólfsstöðum, langömmu greinarhöfundar, en það var þó ekki einhlítt.
Sigfús Sigfússon segir að hún hafi verið mesti skörungur, gáfuð og mikilhæf en eigi allskostar fyrirleitin ef hún vildi hafa sitt mál
fram og trygg þar sem henni þótti þess vert og höfðingi í skapi. Sjá einnig Skógargerðisbók bls. 56 og áfram.
Skv. manntali 1920 komu þau þangað 1910 og Borga með þeim. í manntalinu 1930 er Vilborg þó sögð hafa komið í hreppinn
1913, frá Egilsstöðum á Völlum.
77