Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 44
Múlaþing
fjárbúskap.3 í þessu skyni voru fluttir fimm
kálfar til Eyjafjarðar 1944 en þeim var
slátrað nokkrum árum seinna. Haustið
1950 kannaði Menntamálaráðuneytið vilja
sýslunefnda Gullbringu-, Kjósar-, Mýra-,
Borgarfjarðar- og Amessýslu til að koma á
fót villtum hreindýrastofnum á þessum
slóðum. Jafnframt ráðfærði ráðuneytið sig
við starfsmenn Tilraunastöðvarinnar á
Keldum vegna hugsanlegrar dreifingu sjúk-
dóma. Töldu þeir ekki ástæðu til að óttast
að hreindýr gætu borið með sér mæðiveiki
og tæplega aðra búfjársjúkdóma. Þrátt fyrir
þetta voru svör allra sýslunefndanna nema
Arnessýslu neikvæð. Árið 1953 fóru síðan
nokkrir menn fram á það að fá að koma upp
villtri hreindýrahjörð í Reykjanesfjallgarði.
Sýslunefnd Ámessýslu var hlynnt þessu en
sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu
algjörlega mótfallin. Að beiðni Mennta-
málaráðuneytisins kannaði Guðmundur
Þorláksson, í ágúst 1953, beitarskilyrði fyrir
hreindýr á Vestfjörðum og 1959 fór hann
utan til að kynna sér hagnýtingu hreindýra.4
Guðbjörn Einarsson, Kárastöðum, Þing-
vallasveit lagði fram 1988 ósk um að fá að
koma upp hreindýrahjörð á landareign
sinni, hafa þau í um 300 ha. dal en ekkert
varð úr því. Síðustu árin hafa hugmyndir
um flutning hreindýra á Reykjanesskagann
skotið upp kollinum annað slagið en
yfirvöld ætíð lagst gegn því.
3Guðmundur Þorláksson, 1938. Hreindýrarækt á mæðiveikisvæðinu. Tíminn 22 (25), 138.
4Birgir Thorlacíus, 1960. Um íslensk hreindýr, Freyr 56, 128, 130-134. Ólafur Þorvaldsson, 1960. Hreindýr á íslandi, 81-83.
42