Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Blaðsíða 139
Oddný á Vöðlum
Horft úr Gerpisdal inn til Vöðlavíkur.
Ljósm.: SGÞ. íjúlí 1995.
þar lengi, skráði örnefnalýsingu fyrir
„Víkina“ 26. mars 1957. ffann hefur lýs-
inguna þannig.
„Ég undirritaður hefi tekið það ráð að
byrja að austan að nefna þau fjöll, er um-
lykja ofanritaða vík. Austasta fjallið heitir
Gerpir, og er því fjalli lýkur, er lítill dalur
inn í hálendið, sem heitir Gerpisdalur, og
upp af honum er, skarð sem heitir Gerpis-
skarð, sem farið var yfir til Sandvíkur.
Leiðin inn (eða vestur) úr ofannefndum dal
heitir Einstig. Klettarnir fyrir neðan það
heita Einstigsklettar. Grasbrekkurnar milli
þeirra og sjóar heita Vaðlaafrétt.“
Eftir að hafa lýst fjallahringnum um-
hverfis víkina, segir Vilhjálmur;
„Hér læt ég staðar numið með fjalla-
hringinn. Á næstu blöðum mun ég reyna að
greina örnefni í hlíðum fjallanna og á
láglendi og byrja austast á jörðinni Vöðlum
og fara hringinn og enda á Kirkjubóli.
Ég undirritaður hugsa mér, að ég sé
staddur á ysta undirlendi á Vöðlum, sem
nefnt er Landsendi, en milli hans og áður-
nefndrar Vaðlaafréttar eru Vaðlaskriður,
snarbrattar niður í sjó, og sagt er, að þar hafi
18 menn á ýmsum tímum týnt lífi í
snjóflóðum. Við Landsenda þennan er
Vaðlahöfn.“
I þriðja bindi Sveita og jarða í Múla-
þingi ritar Kristján Ingólfsson skólastjóri
sveitarlýsingu Helgustaðahrepps. Þar segir
um Vöðla. „Strandlengjan er 7-8 km löng
(kort), sandströnd fyrir víkurbotni, en
sæbrött klettaströnd út og norður á mörk frá
Landsenda. Upp frá sjó og utan við
Landsenda, er snarbrött klettahlíð með
Vöðlaskriðum milli kletta og sjávar, en ofan
við klettana er Gerpisdalur...“.
137