Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 101

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2000, Side 101
Málið á Hrafnkels sögu Aðalból í Hrafnkelsdal sumarið 2000. Ljósm. SGÞ. Auk þess var nemendum fyrr á öldum einatt innrætt að vera stuttorðir og gagn- yrtir. Bergmáli frá slíkri fræðslu bregður fyrir í ýmsum norrænum og íslenskum ritum frá fyrri öldum: „Maður skal með fáum orðum marga hluti og mikilsverða greina,“ segir á einum stað í fornu riti. Og á öðrum stað er einnig lögð áhersla á gagn- yrði: „Ef maður er engi mælskumaður eða heldur ósnjallur að máli, þá er og þess betur er hann hefir skemmra erindi í munni, því að gera má hann nokkur skil í fám orðum og leyna svo ósnilld sinni fyrir þeim er eigi er kunnugt. En ef hann gerir langmælt, þá mun hann þykja því ósnjallari sem hann talar lengra.“ Hinn lærði stíll í íslenskum fornsögum er of viðamikið efni til að hægt sé að gera því sæmileg skil að þessu sinni. Þó skal snögglega minnast þriggja atriða: í fyrsta lagi bera orðskviðir af suðrænum uppruna vitni um slík áhrif. Eitt spakmæli Hrafnkels sögu úr latínu er prýðilegt dæmi um þá alúð sem lærðir menn lögðu við móður- málið í því skyni að mál þeirra yrði sem kjarnyrtast: Skömm er óhófs ævi. Slík spakmæli heyra einnig lærðum stíl til. I öðru lagi námu skólamenn þá list af málskrúðsfræði að beita andstæðum á áhrifamikinn hátt. í Hrafnkels sögu eru all- mörg dæmi um slíkt, og getur Nordal nokkurra í ritgerð sinni en nefnir þó ekki lærðan stíl í slíku sambandi. Skýrar and- stæður eru fólgnar í eftirfarandi máls- greinum: „Eigi veldur ástleysi þessari burt- kvaðning, [...]. Meira veldur því efnaleysi mitt og fátækt.“ ,,[þú] ert gjarn á smásakar, en vilt eigi taka við þessu máli er svo er brýnt.“ „Er honum þetta nauðsyn en eigi seiling.“ I þriðja lagi bendir tvöföld neitun í lærdómsátt: „Er þér það eigi ókunnugt að eg vil öngva menn fé bæta.“20 Annað dæmi um tvöfalda neitun í Hrafnkels sögu: „En nú má og það vera að gömlum manni sé eigi ósárari sonardauði sinn en fá öngvar bætur og skorti hvetvetna sjálfan.“ Engin tilviljun mun ráða því að 20Orðtakið „e-m er eigi ókunnugt" kemur fyrir á ýmsum stöðum í Stjórn. svo sem á bls. 455, 501, 530, 612. 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.